Bann á tóbaki
Reykingar eru eitt stærsta heilbrigðisvandamál Íslands, fólk reykir vitandi af hættunni sem stafar af reykingum sem er annað en til dæmis maður sem fæðist með hjartagalla hann ávinnur sér ekki hjartagallann en reykingamaðurinn ávinnur sér sjálfviljugur ýmsa sjúkdóma sem flestir enda með dauða hans. Búið er að banna erlent munn og neftóbak en ég spyr afhverju má reykja og draga aðra með sér í svaðið með óbeinum reykingum en ekki fá sér í vörina eða nefið sem ónáðar engann. Rannsóknir sýna að þeir sem eru á reyklausu svæði á veitingstöðum eru í jafnmikilli hættu gagnvart óbeinum reykingum og þeir sem eru á reyksvæðinu. Tóbak er eitur og það á að banna.

Fyrstu kynni evrópu búa af tóbaki var þegar landkönnuðurinn Kristófer Kólumbus fann Ameríku á síðari hluta fimmtándu aldar, Kristófer skrifaði í dagbók sína 6.nóvember 1492 að hann hafi séð indíána sjúga að sér reyk úr laufblöðum sem voru vafinn eins og vindlar. Tóbak var svo fyrst ræktað fyrir utan Ameríku í Frakklandi og urðu pípureykingar algengasta form reykinga en talið er að þær hafi ekki orðið vinsælar fyrr en seint á 16.öld. Fyrstu kynni íslendinga af sígarettum var í kringum aldamótinn 1800 og 1900 þá tók kennarinn Björn M. Ólsen upp á því að reykja sígarettur og eftir seinni heimsstyrjöldina byrja sígarettu reykingar að aukast mjög en hafa minnkað mikið síðastliðinn áratug.

Nikótín er ein aðaluppistaðan í tóbaki það er eitt eitraðasta efni í heiminum í einni heilli sígarettu er talið að séu um 1mg, bannvænn skammtur er 50mg. Yfir 40 efni í sígarettureyk eru krabbameinsvaldandi og 28 í munntóbak en hinsvegar er fjórfalt meira magn af nikótíni í munntóbaki en sígarettum.
U.þ.b einn á dag deyr af völdum reykinga sjúkrahúsakostnaðurinn er gífurlegur en á móti kemur að ríkið fær mestan gróðan sem fylgir tóbaks sölu enginn má flytja inn eða framleiða tóbak nema átvr (áfengis og tóbaksverslun ríkisins) sem er fáránlegt tilhvers að lögleiða eitthvað sem talið er að ekki geti verið í höndum almennings.

Einu mótrök sem til eru hvað varðar að banna reykingar er sú staðreynd að ríkið er alltaf að pota sér inn í mál annara, box var til dæmis bannað í fleiri áratugi ríkið reynir að ráðskast með fólk eins og það sé bóndinn og fólkið sauðféð. Á fullorðinn manneskja ekki að geta tekið eigin ákvarðanir og ákveðið hvort hún vilji reykja eða ekki, á ríkið að ákveða það fyrir fólkið, svarið er já fyrst að búið er að banna munntóbak og neftóbak sé ég enga ástæðu fyrir því að leyfa sígarettur frekar. Það deyja miklu fleiri af völdum reykinga heldur en af völdum munn og neftóbaks það eru miklu fleiri öryrkjar af völdum reykinga heldur en af völdum munn og neftóbaks það deyr ekki einn á dag af völdum munn og neftóbaks en það deyr einn á dag af völdum sígaretna og það er talið að það deyji einn á hverjum 10 sekúndum í heiminum af völdum reykinga.

Tóbak er ekkert öðruvísi en önnur eiturlyf samkvæmt skilmerkingu alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fyrir fíkniefni þá stendur tóbaksnotkun undir öllum þeim skilmálum sem eiturlyf standa fyrir.

Mín reynsla af reykingum er sú að ég þoli ekki að vera í kringum reykingafólk lyktin af fötum reykingafólks er viðbjóður reykingarandremba er ekki heldur vinsæl veggir á heimilum reykingafólks gulna það er ekki hægt að fara á skemmtistað án þess að vakna slappur vegna alls reyksins sem maður hefur andað að sér, fötin manns eru viðbjóður og maður finnur það þegar maður fer í sturtu að reykingar viðbjóðurinn gýs uppúr hárinu á manni. Amma mín reykti til dauðadags en það vill svo til að hún dó af völdum reykinga og fleiri ættingjar mínir eru á sömu leið með keðjureykingum.

Ef að reykingar hefðu aldrei verið uppgötvaðar fyrr en í dag og einhver maður kæmi með sígarettur og segði frá öllum eiturefnunum sem eru í þeim og hvaða sjúkdóma fólk gæti fengið af þeirra völdum yrði þær aldrei leyfðar enda eiga þær ekki að vera leyfðar, sígarettur og annað tóbak á að banna.