ég hef verið að spá um bekk pressuna, því ég er að lyfta :Þ eins og hefur komið fram hér áður en hvað um það ég vildi fá comment um bekk pressuna varðandi hversu lengi maður á að vera í þessu.
Ég sjálfur finnst ekkert voða gaman í því tæki en það gefur gott workout fyrir vöðvana.
Ég hef talað við mann sem hefur verið að lyfta í 10-20 ár eða eitthvað og er keppnis guru í lyftingum og hann er búinn að skemma á sér axlirnar í bekk pressu og hann telur þetta vera stórhættulegt tæki og vill helst ekki að aðrir noti það því það eru fleiri tæki sem æfa sömu vöðva ef ekki fleiri vöðva.
Það fer náttúrlega eftir því hversu sterkur þú ert, þyngd og hversu mikið þú ert með á stönginni.
En svona áætlaður tími er það milli 5-15 mín eða hefur einhver svona tölu sem hægt er að miða sig almennilega við því ég hef engan áhuga á að skemma á mér axlirnar eða skaða neitt í því sem ég er að gera.