Ég hef verið að æfa mikið undanfarið og ég spyr hvað er að æfa í hófi, hvenær er þetta orðið of mikið og hvað er hægt að gera betur? Ég byrjaði á fullum krafti í byrjun maí 2000 og hef verið að æfa frá 5-7 sinnum í viku. Þegar ég byrjaði var ég 82 kg. og var með 15% líkamsfitu. Nú er ég að verða 89 kg. og líkamsfitan er orðin 10%. Þetta eru allt fjölbreyttar æfingar svo sem sund, hlaup og lyftingar. Mataræði hjá mér hefur gjörbreyst og reyni ég að borða fitulítinn mat. Mér líður mun betur eftir hverja æfingu og stundum vill ég ekki hætta. Ég er ekki ósáttur við það hvernig ég lít út í dag miða við hvernig ég var. Þá er það spurningin hvað er hóf og hvað óhóf? Kveðja hinn Hugaði TANI :)