Hér sjáum við mynd af nýjast pútternum frá PING, hann nefnist Ping DOC-17 og kostar 200 dali hjá Edwin Watts.
Tiger Woods tók þátt í Wachovia mótinu um helgina, en það var fyrsta mót hans í þrjár vikur þar sem hann hefur verið við heræfingar. Tiger Woods endaði í 3.sæti á 10 höggum undir pari og aðeins einu höggi á eftir sigurvegaranum sem var Joey Sindeler, en hann vann Arron Oberholser í bráðabana. Þetta verður að teljast ágætt hjá Woods en hringirnir hans voru 69,66,75,68.
Loksins, loksins vann Phil Mickelson sitt fyrsta risamót. Hann var rétt í þessu að klæðast græna jakkanum eftirsótta eftir að hafa unnið US Masters með einu högg. Mickelson spilaði fyrsta hringinn á 72 höggum (pari), en síðustu þrjá alla á 69 höggum (-3). Í öðru sæti var svo Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els.