“Britains Fighting Lady” var hún kölluð - sennilega útaf Falklandseyja stríðinu gegn Argentínumönnum.En Margaret Thatcher var forsætisráðherra Breta á meðan því stríði stóð.
Enn ein gömul TIME fosrsíða til að drepa tímann ;)
Adolf Hitler, Göring og félagar skoða hina nýsköpuðu Volkswagen bjöllu sem átti eftir að tröllríða heiminum. Nasistar sögðu að fólk þyrfti aðeins að spara fimm ríkismörk á viku til að geta eignast þennan litla bíl.
Hvað svo sem mönnum finnst um Zíonisma og/eða Ísraelsríki, er ekki hægt að neita því að hér var hörkukelling á ferð. Golda var Zíonisti (og jafnframt Sósíalisti) allt frá barnæsku. Í útliti, talsmáta og háttum erkitýpískur Austur-Evrópu Gyðingur – og stolt af því.
Sir Douglas Haig,(1861-1928), var yfirmaður Bresku herdeildana á vestur vígstöðvunum 1915-1918, og einn umdeildasti hershöfðingi fyrri heimstyrjaldarinnar.