Beirút 1983 Enn ein gömul TIME fosrsíða til að drepa tímann ;)

Líbanon hefur nú í yfir þrjá áratugi verið einn af ófriðsælustu stöðum heims. Þar hófst blóðugt borgarastríð árið 1974, og ekki batnaði ástandið neitt þegar Ísraelsher gerði innrás 1982. Sameinuðu Þjóðirnar reyndu sitt besta til að stilla til friðar, og var fjölþjóðlegt friðargæslulið sent á svæðið.

23. október 1983 var gert sprengjutilræði við bækistöðvar Bandaríska landgönguliðsins (US Marines), sem kostaði yfir 300 manns lífið, mest landgönguliða. Var þá Bandaríkjamönnum undir forystu Reagans forseta nóg boðið. Restinni af liðinu var forðað útá sjó, og svo loks kallað heim innan nokkura mánaða.

http://en.wikipedia.org/wiki/1983_Beirut_barracks_bombing
_______________________