Golda Meir Hvað svo sem mönnum finnst um Zíonisma og/eða Ísraelsríki, er ekki hægt að neita því að hér var hörkukelling á ferð. Golda var Zíonisti (og jafnframt Sósíalisti) allt frá barnæsku. Í útliti, talsmáta og háttum erkitýpískur Austur-Evrópu Gyðingur – og stolt af því.

Eins og margir af hennar þjóðflokki, fluttist hún barnung með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna, og síðan til Palestínu árið 1921. Þar var hún alla tíð mjög virk í hinum harkalegu stjórmálum, og árið 1969 varð hún forsætisráðherra Ísraels. Ríkisstjórn hennar varð fyrir mjög harðri gagnrýni í kjölfar ófaranna í Yom Kippur stríðinu 1973 og varð í kjölfarið að segja af sér.

Golda hafði þó löngu áunnið sér sess sem einn helsti “kvenskörungur” sögunnar, dáð eða hötuð – en ávallt virt - jafnt og Indira Gandhi eða Margaret Thatcher.

http://en.wikipedia.org/wiki/Golda_Meir

Í dag er síðan sagt að breyttir tímar hafi runnið upp í þessum efnum. En t.d. Frakkland og auðvitað Bandaríkin eiga þó enn eftir að fá raunverulegan kven-þjóðhöfðingja. Það skyldi þó ekki standa til bóta á næstunni? ;)
_______________________