…heitir fræg ljósmynd úr Vestmannaeyjum 1973. Þar dó enginn.Hér dóu hinsvegar tugþúsundir fólks, eins og útskýrt er í nýjustu grein minni.
Ætlaði að setja þessa mynd við greinina, en gat ekki af tæknilegum ástæðum.
Keppni hver getur lesið. Segi ykkur þó að textinn fjallar um tvo presta sem sömdu beinakerlingarvísur fullar af klámi og níð sem fór ekki vel í sýslumanninn.
Rakst á þessa mynd í nýjasta tölublaði af Sagan öll og komst ekki hjá því að mér sýnist sem Hitler hafi keypt pípuhatt einmitt fyrir þetta tilefni, það er að fela standpínuna sem hann fékk á því að vera svona nærri gömlu hetjunni.
Mannkyn hefur brennt olíu sem nemur um 270 gígatonnum koltvíoxíðsútblásturs síðustu tvær aldir. Þar af hafa um 2/3 verið upp numdir af umhverfinu, líklega mikið til af sjó, sem hefur aukið sýrustig hans. Kolefnið sem við brennum safnaðist upp á nokkrum milljónum alda við loftfirt niðurbrot dauðra lífvera. Megnið af því sem brennt hefur verið hefur verið brennt síðustu tvær aldir, með vaxandi hraða. Í nokkra áratugi hefur átt sér stað umræða um hve lengi þessi auðlind nýtist okkur, og frumkvöðul þeirrar umræðu má sjá hér í myndbandahorninu. Sá maður hét Marion King Hubbert og starfaði sem jarðvísindamaður hjá Shell. Hann spáði því árið 1956 að olíuframleiðsla myndi ná hámarki innan tiltölulega skamms tíma, töldum í áratugum, og framboð á henni myndi skerðast hratt eftir það. Í Norður-Ameríku virðist sá toppur vera hjá genginn, en eigendur olíulinda Arabíu hafa lítið viljað segja um stöðu þeirra.
Þessi fræga ljósmynd sýnir það sem má líklega kalla “stærstu stund” Adolfs Hitlers. Hún er tekin í júní 1940, skömmu eftir að herir hans höfðu sigrað Frakka og rekið Breta á flótta úr meginlandinu. Veldi hans átti reyndar eftir að breiðast enn meira út á næstu tveimur árum áður en fór að halla undan fæti, en þarna hefur honum nær örugglega fundist “toppinum náð”: Hann hafði sigrað Frakkland!
Og allir hlýddu tindátarnir orðum foringjans
Áfram heldur kvæðið hans Steins Steinarr (sjá fyrri mynd):