Tindátar
“Það gerast stundum ævintýri eftirtektarverð
Eitt sinn voru tíu milljón tindátar á ferð

Þeir sögðu það sitt takmark að sigra þennan heim
Og fólkið var svo skelkað að það flúði undan þeim”


Þetta eru fyrstu erindin úr löngu kvæði eftir Stein Steinarr, þar sem hann rakti gang Seinni heimsstyrjaldar. Og ef menn lesa kvæðið allt, þá reyndist hann býsna framsýnn, þó kvæðið væri samið & útgefið árið 1943.

En ungir drengir héldu þó áfram að leika sér með tindátana. Ég man sérstaklega eftir þessum Mathchbox-pakka frá því ég var ca. 10 ára gamall :)
_______________________