Koltvíoxíð Mannkyn hefur brennt olíu sem nemur um 270 gígatonnum koltvíoxíðsútblásturs síðustu tvær aldir. Þar af hafa um 2/3 verið upp numdir af umhverfinu, líklega mikið til af sjó, sem hefur aukið sýrustig hans. Kolefnið sem við brennum safnaðist upp á nokkrum milljónum alda við loftfirt niðurbrot dauðra lífvera. Megnið af því sem brennt hefur verið hefur verið brennt síðustu tvær aldir, með vaxandi hraða. Í nokkra áratugi hefur átt sér stað umræða um hve lengi þessi auðlind nýtist okkur, og frumkvöðul þeirrar umræðu má sjá hér í myndbandahorninu. Sá maður hét Marion King Hubbert og starfaði sem jarðvísindamaður hjá Shell. Hann spáði því árið 1956 að olíuframleiðsla myndi ná hámarki innan tiltölulega skamms tíma, töldum í áratugum, og framboð á henni myndi skerðast hratt eftir það. Í Norður-Ameríku virðist sá toppur vera hjá genginn, en eigendur olíulinda Arabíu hafa lítið viljað segja um stöðu þeirra.

Miðað við að jarðefnum er brennt hraðar og hraðar má gera ráð fyrir að aflíðandinn á olíuframleiðslukúrvunni verði brattur þegar yfir toppinn er komið.

Nokkur gögn, til gagns og gamans:

How Much of Atmospheric Carbon Dioxide Accumulation Is Anthropogenic?
http://www.strom.clemson.edu/becker/prtm320/commons/carbon3.html

Peak Oil
http://en.wikipedia.org/wiki/Peak_oil

Hrá gögn um koltvíoxíðsmagn í lofti frá Hawaii, elstu samfelldu mælingar slíks af manna höndum, frá mars 1958 til dagsins í dag:
ftp://ftp.cmdl.noaa.gov/ccg/co2/trends/co2_mm_mlo.txt

Hið margfræga sagtennta graf, byggt á þeim gögnum:
http://en.wikipedia.org/wiki/File:Mauna_Loa_Carbon_Dioxide.png

Safnsíða NASA um vísbendingar sem leiða líkur að hnattrænni hlýnun af manna völdum:
http://climate.nasa.gov/evidence/