Ég er á þeirri skoðun að lögleiða ætti öll fíkniefni.

Afhverju?

Það er ekki nokkur möguleiki á því, að það takist nokkurtímann að eyða hinum svokallaða eiturlyfjadjöfli.
Ekki séns, bara ekki til í dæminu.
Það eina sem lögbannið gerir, er að gera venjulegt fólk að glæpamönnum og eyðileggja líf fjölda manns.

Já, að sjálfsögðu eyðileggja eiturlyf líf fólks líka. En og leyfið mér að endurtaka. En

Afhverju er skaðinn af eiturlyfjaneyslu svona mikill? hvað gerir eiturlyfjaneyslu svo vítansverði hættulegt?

Við skulum bara taka það saman sem snöggvast. Í fyrsta lagi eru öll fíkniefni alveg einstaklega góð, skemmtileg og hryllilega freistandi.
Já þú last þetta rétt. Eða hefur þú aldrei bragðað áfengi? Áfengi er líka fíkniefni.
Áfengi er stórhættulegt fíkniefni. Ók, skiliru nú? flestir vita hvað dropinn getur verið freistandi á stundum. Bættu síðan við þetta freistandi fyrirbæri unglingum.

Unglingar, sem eins og allir vita sem umgangast þann þjóðfélagshóp eða muna eftir hvernig þau sjálf voru,
eiga likt okkur öllum hinum til að falla fyrir freistingum. Þau vita bara ekki eins mikið.
Þau vita hinsvegar að maður veit ekki neitt fyrren maður hefur prófað það.

Til að bæta gráu ofaná svart, eru tvö alþekkt fíkniefni lögleg, stórhættuleg og helling af fólki notar þau stundum stanslaust.
Þeim unglingunum er aftur á móti bannað þetta. Vá, gátum við gert þetta meira freistandi fyrir litlu uppreisnarseggina okkar?
Hvað er meira freistandi en hin forboðni ávöxtur? Hamingja í pillu? Glaður í kvöld, kannski með hausverk á morgun en guði sé lof fyrir verkjatöflurnar.

Bættu síðan aftur ofan á þetta, mismunandi siðferðivitund hjá fólki. Skelltu síðan þar ofan á kapítalismaþjóðfélagi.
Semsagt þjóðfélagi sem byggist á markaðslögmálum þess að redda öðru fólki freistandi hlutum og fá peninga í staðinn til að geta sjálfur,
fengið fullt af freistandi hlutum.

Líkt og Britney spears og ámóta sýna er mjög auðvelt að selja t.d unglingum hvað sem er og græða feitt á því.

Sem sagt, hægt og hægt byggjast upp risafyrirtæki, með fótfestu um víða veröld því peningarnir úr fíkniefnasölu eru gígvænlegir,
Eins og allir vita sem keypt hafa að virði 200 króna með innflutningi, Vodkaflösku í ríkinu á eitthvað um og yfir Þrjú þúsund krónur.
Sömu lögmál gilda í hinum svokallaða fíkniefnaheimi. nema að :

Þar sem sum fíkniefni er ólögleg, eru þeir sem stunda það að selja þau sjálfkrafa utan laga og réttar.
Manneskjan missir réttinn til að leita lögfræðiaðstoðar ef hann/hún getur ekki innheimt skuld.
Hann eða hún missir réttin/nn til að leita til lögreglunnar ef einhver misþyrmir þeim fyrir að borga ekki skuld.

Að sjálfsögðu missir hann/hún réttinn til að leita réttar síns ef stolið er frá þeim.

Þetta veldur t.d því að eina leiðin til að innheimta skuld er með ofbeldi eða hótun um það.

Það var einu sinni reynt að banna áfengi, þetta var áður en fólk hér hafði heyrt að einhverju leyti um annað dóp og áður en húsfreyjur gleyptu spítt um stund.
Í bandaríkjunum olli það glæpahriðjum og varð að byrjun frægðarferils mafíunar utan sikileyjar, hér olli það smygli, bruggi og því að fólk gleypti hið versta sull.
Enda var gefist upp og áfengið leyft til að lágmarka skaðann af því. Skaðinn af fíkniefnum er margfalt meiri því fólk þarf að fela neysluna fyrir sínum nánustu.

Áfengi drukku flestir, þú þurftir aðeins að pukrast fyrir fólki í stúkunni, Löggunni eða einstaka ofstækismanni.
Hinir svo kölluðu “dópistar” þurfa einnig að fela þetta fyrir skyldmennum. Þetta getur sundrað fjölskyldum.
Paranojan rís upp á nýtt stig bilunar, ekki nóg með fangelsi heldur getur fjölskyldan líka orðið óvinurinn í augum neytendans.

Þetta er hinsvegar “extreme cases” ef ég sletti smá og minnst vandamálanna, þótt slæmt sé.

Fíkniefni eru flest frekar nýleg hér og ekki það margir áratugir síðan þau voru bönnuð erlendis.
líkt og áfengi er verið að þróa þau og betrumbæta, það er að segja, gera þau sterkari og fjölbreyttari.
Nema fíkniefnasalarnir eru ekki undir neinum skuldbindingum við nein lög um öryggi eða hreinlæti.

Muna ekki allir eftir tréspíra? hver hefur ekki bragðað vondan landa á yngri árum?

Afhverju var ekki hægt að útrýma áfengi? meðal annars vegna þess að gróðinn var svo mikill að ef þú stoppaðir einn sala, spruttu upp þrír.
Sama “hydrusymdróm” gerist með fíkniefni. Við búum nefnilega í kapítalisma þjóðfélagi og ein af grunnhugmyndunum í kapitalisma er að hinn hæfasti sigrar
Eða með öðrum orðum fær að njóta allra lífsgæða og falla fyrir öllum freistingum.

Í dag er ástandið mun verra því að í dag er til hlutur sem kallast fjölmiðlar, í fjölmiðlum er meðal annars hægt að sjá fólk lifa hinu “góða lífi”.
Flestir ef ekki allir vilja lifa hinu “góða lífi”. En til að geta notið allra lífsgæða og upplifað allt sem hægt er, þarf maður að vera allavega eitt af þessu:
Snillingur í skóla, fæddur í rétta fjölskyldu eða einfaldlega réttur maður á réttum stað.

Margir sætta sig við miðjuna, fáir ná alla leið, hellingur er á botninum.

Margir hinsvegar eru ekki eitt af þessu þrennu og geta ekki sætt sig við miðjuna eða botninn.
Þá er eingöngu eftir svindl, þjófnaður og fíkniefnasala.
Það eru ekki allir nógu sniðugir fyrir svindl eða nógu færir fyrir þjófnað en það geta flestir selt dóp.

Þú þarft bara að gæta að lögreglunni og fela starfsemi þína fyrir ókunnugum, sem er ekki það mikil mál. Sala fer fram á afviknum stöðum eða í heimahúsum, þeir gáfaðari selja þar sem mikið er um fólk. Þangað til að lögreglan hefur augu allstaðar, myndavélar í heimahúsum *brrr* eða aðgang að mun fleiri njósnahnöttum en nú eru til er ekki séns að stoppa þetta.

Fólkið sem neytir og/eða selur fíkniefni er 14 og uppúr, stundum yngra. Þetta fólk er dæmt til að verða utangarðs í lífinu að allavega einhverju leyti.
Sektir eða frelsissvipting hefur sýnt sig að virki ekki nema að litlu leyti, jafnvel í tilfelli ökumanna sem keyra yfir hámarkshraða.
Samt geta þeir illa falið hegðan sína. því minni séns sem er á að upp um lögbrotið komist, því meiri líkur er á að það brjóti lögin.

Við viljum öll ráða flestu sjálf, ef ekki öllu. Fólk sem vill láta stjórna sér endar eða er oft hjá sálfræðingi vegna skertrar sjálfsmyndar.

Áróður virkar eingöngu að litlu leyti og sérstaklega í dag þegar fólk getur fundið aðrar upplýsingar á netinu, upplýsingar sem eru oft í mótsögn við hið opinbera.
Þar að auki er oft notast við hræðsluáróður sem virkar eingöngu þreyttur á nútímafólk, af hvaða aldri sem það er, enda telja flestir seig upplýst fólk sem
fellur ekki fyrir hverju sem er og treystir illa yfirvöldum sem hafa sýnt sig á stundum að vera ekki traustsins verð.

Við vitum öll núorðið að það sem var satt í gær gæti verið ósatt á morgun, þar að auki vitum við að fólk í opinberum stöðum segir oft það sem því hentar og viljum mörg því komast að hlutunum sjálf og fyrir okkur sjálf.
Í öðru er ekki glóra, sérstaklega í heimi þar sem hægt er að græða vel á lyginni.

Margir benda á Amsterdam sem sönnun fyrir því að afnám bannsins sé óæskileg leið, en gleyma um leið því að Amsterdam leyfði ekki öll fíkniefni.
Harðari fíkniefnin og þar af leiðandi líklegri til að valda glæpum, voru enn bönnuð.
Neytendur hörðu efnanna eru þar enn utan laga og réttar, réttindalaus að mörgu leyti og oft án úrræða til að afla sér fjár fyrir rándýrum fíkniefnum sem þau eru háð.

Hér á landi er ástandið að mörgu leyti verra, að vísu er heróín og krakk illfáanlegt hér á landi, vegna þeirrar einföldu ástæðu að aðalinnflytjendurnir vilja það ekki hingað.
Þetta er lítið land og þeir þurfa að búa hér.
Nei, vandi okkar er sá að þetta er eyja og fáir hafa tök á því að flytja inn að einhverju leyti og þaraf leiðandi er verðið á fíkniefnum hér mun hærra.

Vér íslendingar erum líka oft gjarnir á að taka hvort annað ósmurt í óæðri endann eins og sést á fáranlegu verðlagi á öllu þrátt fyrir að kostnaður við innflutning hafi stórminnkað.

Þetta sést best á verðmismunum sem eitt ónefnt flugfélag gerir á milli Íslendinga og annarra, Öðrum í hag. Nema þeir hafi séð að sér og breytt þessu nýlega.
Sem ég stórefast um.
Verðið á kókaíni er um það bil 10-15 þús fyrir eitt gramm af lélegu efni. Gott kók er á u.þ.b 30 þús, fer eftir samböndum.

Þetta er vandi, því öfugt við það sem sumir halda er hass er ekki eiturlyf sem kyndir undir neyslu harðari efna,
nei hassneytendur nota hass yfirleitt eingöngu og kannski sumir stundum alsælu. Sem bæði eru á frekar viðráðanlegu verði.
Nei, áfengi sem er löglegt er mun líklegra til að valda neyslu harðari efna.

Sé áfengi neytt í miklu magni, veldur það sljóleika og á endanum áfengisdauða, nema manneskja sé á spítti, en þá er hægt að drekka og vaka heila helgi.
Til dæmis Verslunarmannahelgina, spítt og hass fer illa saman hinsvegar, kallast að krossa og fáir hassreykingamenn eru hrifnir af því.
Spítt leiðir svo beint í kókaín, oftast vegna þess að salinn selur bæði og býður smakk þeim sem versla spítt, því hann græðir mun meira á kók sem er 3svar sinnum dýrara.

Spíttið leiðir hinsvegar í hass, því að einhvernegin verða menn að ná sér niður og sofnað eftir heila helgi af spítti. því mikið magn af spítti er lengi að fara úr líkamanum
og það veldur því líka að menn missa alla matarlyst, en hass gefur matarlyst, spíttið var enda vinsælt megrunarlyf hér áður fyrr.
Fólk getur misst á bilinu 5-10 kg á einni helgi á spítti, sérstaklega ef það er á djamminu.

Það fólk hinsvegar sem er líklegast til að prófa allan andskotann, er á aldrinum 14-20, það veit ekki betur, það er einnig líklegra til að vita ekki nóg og kaupa þessvegna
frekar íblönduð, lélegri og því stundum hættulegri efni.
Bannið hefur því óbeint verst áhrif á afdrif yngra fólksins, því ef bannið væri ekki, væru hreinni efni í gangi.

Talað hefur verið um að ekki sé hægt að lögleiða, því að hvar væri hægt að fá fíkniefnin löglega?
Halló, flest fíkniefni eru plöntur eða gerð úr þeim! auðveldlega ræktuð í gróðurhúsum, heimahúsum eða görðum. Mörg önnur efni er auðvelt að framleiða og t.d efnafræðingar
mjög auðveldlega. Fyrirtæki léttilega sprottið upp á engum tíma og verið undir ströngu eftirliti ríkisins eða selt þeim til endursölu, þótt líklegt væri þá að hátt verð héldist.

Þetta kannski virðist slæmur kostur, en er veruleikinn í þessum málum í dag einhver draumur í dós? viljum við börnin okkar í felum að nota þetta eða í höndunum á handrukkara? Eða viljum við enda með að borga handrukkurum sjálf? Ekki hefur lögreglan tök á að stöðva handrukkarana.
Viljum við börnin okkar í fangelsi fyrir það eitt að kannski prófa eitthvað einu sinni?

Og ekki ljúga að sjálfum/sjálfri þér, þú getur aldrei verið viss um að barnið þitt sé ekki að fikta, nema þú læsir það inni 24/7. Við skulum aldrei vanmeta forvitni unglinga.
Né síður tilhneigingu þeirra til að sækjast í það sem fullorðnir banna þeim.
Viljum við taka séns á því að barnið okkar verði barið til óbóta, lokað inni eða gert gjaldþrota fyrir tvítugt? Eða viltu heldur taka séns á því að unglingurinn fikti smá og vaxi uppúr þessu eða í versta falli lendi í meðferð seinna meir?

Er fólk sem fer illa með áfengi og endar í meðferð verra fólk? verðskuldar það fangelsi? einu sinni þótti siðprúðu og skilningslausu fólki svo.

Það hættulegasta við fíkniefnin eru aukaefnin í því og sú staðreynd að fólk sem tekur of mikið leitar síður læknishjálpar vegna óttans við að verða tekið.
Dóp eins og heróín og krakk sækja fáir í, nema fólk sem eitthvað mikið er að.
Og ég hugsa að margir krakkar myndu hugsa sig um tvisvar ef foreldrar þeirra segðu eitthvað á þessa leið:

“Jú, jú elskan mín, þú mátt alveg prófa þetta, en mundu bara að ef þú prófar kókaín er gaman fyrst og þér líður eins og súperman, en á endandum verðuru skapvondur egóisti með risa stórt gat innaní nefinu. spíttið er nytsamlegt ef þig vantar að geta vakað extra, extra lengi, en þú verður eins og ofspenntur bogi, tapar svona lágmark 5 kg af líkamsþyngdinni ef neytt er í einhverju magni og eyðileggur líka á þér nefið,tennurnar og magann.

Hassið er rosa sniðugt líka, þannig séð, verður pollrólegur og líður vel, músik öðlast ”nýja vídd“ og þú getur horft á sömu bíó myndina margoft og fundist alveg jafn gaman, en það er bara útaf því að þú manst ekki eftir myndinni og ef þú reykir nógu oft og lengi breytistu í sófakartöflu sem slær öll met í leti og dettur algerlega úr sambandi við annað fólk, nema að þú gerist tónlistarmaður. Plús þú eyðir formúgu í ruslfæði og átt séns á krabba. Ef þú prófar áfengi er líka ofsa gaman, þú missir svoldið af feimninni og allt er voða gaman, eða þar til þú drekkur of mikið og ælir eða drepst, plús þú vaknar oft daginn eftir búinn að gera allskonar skandal og ef þú drekkur nógu lengi og mikið um ævina, skemmiru heilann, lifrina og fleira.”

og svo framvegis.

Þetta er ástæðan fyrir því að ég get aldrei stutt “lögbann bara sumra fíkniefna”. Bannið skilar engu nema fólki í fangelsi.
Lítið bara yfir til bandaríkjanna, billjónir ofan á billjónir dollara eytt í nokkra áratugi og hvað hefur það leitt af sér? allir þessir sérsveitarmenn, þyrlur, gervihnettir, hernaðaraðgerðir, stighækkandi refsingar og sektir, hvað hefur þetta leitt af sér?

Skipulagðari glæpasamtök en nokkurn tíman, ríkari glæpasamtök en nokkurntíman og meira af fíkniefnum og fíklum en nokkurntíman fyrr.

Getur Íslenska löggan betur en hin mun betur tækjum búna Kanalögga? 50% fanga á litla hrauni voru á tímum áfengisbannsins þar vegna brota á áfengislögunum, sömuleiðis er 50% fanga þar nú vegna fíkniefnabrota. Hið eina sem baráttan hefur skilað af sér eru fangar og ein eða tvær verðhækkanir á hassi.
Meinlausasta fíkniefninu, sem reyndar er gerð mest atlagan að, hugsanlegar skýringar á því má líklega finna hjá kananum sem við öpum allt upp eftir og tengist skaðsemi hassins á engan máta heldur einfaldlega peningum.

Persónulega vildi ég að peningarnir mínir færu í gáfulegri hluti eins og forvarnarstarf, fræðslu og meðferðarúrræði fyrir þann litla hundraðshluta af öllum neytendum sem verða illa úti. Það fólk verður oft verr úti, vegna skilningsleysi annars fólks, hættu á misþyrmingum og gjaldþroti útaf skuldum og sektum, þar að auki á það mun erffiðara með að fá vinnu til að geta kraflað sig útur vandræðunum.

Hverju getum við tapað á því að gera fíkniefni lögleg? Við getum þá bara bannað þau aftur ef þetta gengur ekki. Gengur ekki ágætlega með löglega fíkniefnið áfengi?
Afhverju væri það verra ef fíkniefni væru lögleidd?
Ég sé slæma hluti með lögleiddum fíkniefnum, en ég sé margfalt verri með banninu.

Líklega er auðvelt að sjá af þessari grein, að greinarhöfundur var viðloðandi fíkniefnaheiminn í mörg ár.Enda er það satt, prófaði allan andskotann og eins og margir aðrir, reykti hass í nokkur ár á eftir. Kannski 10 ára tímabil eða svo, létt neysla í bland við stífa, allt saman misskemmtilegt. Ég hef líkt og nokkrir velþekktir, þekkt þó nokkra sem fóru illa og sumir dóu, en flest það fólk sem fór illa, var þunglynt fólk eða leið illa innra með sér af einhverri ástæðu og leitaði lausnar í neyslunni sem gerði málið verra að sjálfsögðu, enda gæti hver maður sagt sér að lyf sem breyta kollinum jafnvel um stundarsakir er ekki gott fyrir fólk sem er ekki í jafnvægi. Þau dauðsföll sem ég vissi af voru sjálfsmorð og slys af völdum vitleysisgangs undir áhrifum.

Ég þekki líka marga sem prófuðu bara einu sinni eða tvisvar (cirka) eða voru viðloðandi þetta í nokkur ár og hættu svo, reynslunni ríkari en kannski með dóma á bakinu, sem gátu gert þeim erfitt fyrir, enda í þeim tilfellum er það bannið sem skemmir lífið og framtíðina ekki “dópið”.

Aldrei nokkurn tíma hjálpaði bannið neinu af þessu fólki neitt, heldur gerði ástandið oftast margfalt verra. Ef þér líður illa og allt er svo vonlaust að eingöngu alsæla eða ámóta efni gera lífið bærilegra. Er þá nokkur glæta í því að gjaldbrot, limlestingar og fangelsi birti til í lífi þínu? Aldrei fannst mér sú staðreynd að efnin voru ólögleg minnka aðsókn eða eftirspurn, fólk passaði sig bara betur eða dópaði sig hressilega til að komast yfir svekkelsið útaf hinni hryllilega háu sekt, sem það átti svo ekki fyrir þegar kom að því að borga, því allur peningurinn var farinn í dópið til að lyfta sér upp úr vonleysinu. Ef það hafði yfirhöfuð löglega leið til að borga, því sektirnar eru svo háar að myndi sliga flest láglaunafólk sem margir fíkniefnaneytendur eru.

Ég get því ómögulega verið fylgjandi þessu banni né verið sáttur við það að skattar mínir borgi þessa óhæfu.

Þeir sem hafa áhuga, endilega smellið skoðunum, spurningum og þvílíku undir þessa grein.