Ég las í frétt í morgunblaðinu að það væru í gangi viðræður um að hleypa Árna Johnsen í helgarfrí úr fangelsi svo maðurinn geti spilað fyrir fólk á þjóðhátíð í eyjum ….

Finnst fólki þetta virkilega allt í lagi?

Að mínu mati ætti sá sem brýtur lög að sitja inni sinn tíma til að greiða sína skuld við þjóðfélagið … á virkilega að fara að gefa afbrotamönnum þjóðarinnar helgarfrí úr fangelsi svo þeir geti sinnt einhverjum erindum??

Þetta finnst mér vera fáránlegt en það er að sjálfsögðu mitt álit og ég er til í að heyra frá fleirum í sambandi við þetta mál.

Endilega setjið ykkar skoðanir á þetta mál hingað inn.

Höldum afbrotamönnum innan múranna á meðan þeir sitja af sér verður mitt mottó næstu vikurnar

kv.
jolly_mag