Ég veit eiginlega ekki alveg hvar ég á að setja þessa grein en mig langar að velta upp nokkrum spurningum.
Þannig er mál með vexti að ég er svona hálfgert nörd, heng soldið í tölvunni og spila leiki á netinu.
Ég hef verið að fylgjast soldið með umræðunum í þessum leikjaheimi hér á huga og mér sýnist á öllu að fólk sem sé í þessum bransa virðist eyða 20 tímum á dag í það að spila tölvuleiki, það er búið að stúdera allt í ræmur og fólk er að spila einhverja 100 warcraft leiki á dag.
Eigið þið ekkert líf, aldrei gæti ég fundið svona mikinn tíma í þetta.
By the way, ég er ekkert að dissa ykkur, ég er bara að spá hvar í ósköpunum finnið þið tímann í þetta, ég er nefnilega að leita að honum það er ekki nóg af klukkutímum í sólahringum fyrir það sem ég þarf að gera.
Ég meina ég gæti ekki sinnt vinunum og reddað mér að ríða svona við og við ef ég eyddi svona miklum tíma í þetta.