Núna spyr ég, eftir að Burning Crusade hefur verið live í nokkra daga, hvort ykkur finnist passa betur í sitt faction, Blood Elf eða Draenei.
Ég bið ykkur um að taka tillit til lore, útlit raceins, útlit byrjendasvæða, höfuðborga, etc. etc.

Persónulega þá á ég frekar erfitt með að segja til um þetta. Mér finnst Draenei passa einhvernveginn betur þegar að kemur að raceinu sjálfu, en ég fékk menningarsjokk þegar að ég gekk fyrst inn í Exodar. Blood Elves hinsvegar passa ekkert útlitslega séð inn í Horde, heldur líður mér eins og ég sé að spila Evil Alliance faction í staðinn fyrir Horde.
Lore-séð þá er Burning Crusade bara fáránlegir útúrsnúningar á því a.m.m. Manni finnst eitthvað hálf-fáránlegt við að Blood Elves hafi joinað Horde og að Draenei skuli vera Eredar, en allt þetta er allt fyllilega réttlætt í leiknum. Þetta er að sjálfsögðu heimur Blizzard en það breytir því ekki að ég var mjög mikið bara ‘dobbeljútíeff’ á svipinn þegar að öllu var kollvarpað.
Í heildina séð þá held ég að Draenei hafi vinninginn, þar sem að ég hef þá tilfinningu að þeir séu Alliance, ólíkt Blood Elves sem að eru fyrir mér Evil Alliance en ekki Horde.

Hvað finnst ykkur?