Margir sem eru komnir með t2 eða t3 item eru að væla yfir TBC núna útaf gearinn þeirra verður úreltur og engu betri en það sem casuals geta náð sér í.

Af hverju vorum við þá að gera ZG? Það kom strax gear sem var betri.
Af hverju vorum við að gera MC, BWL eða Naxx.
Það koma alltaf nýir hlutir inní leikinn, þetta er Role Playing leikur, það þarf alltaf að vera að uppfæra til að fólk haldi áfram. Pælið í því ef við værum ennþá að farma MC því Blizzard hefðu ekki uppfært leikinn.

Hardcore spilarar verða enn hardcore spilarar og sama gildir um casuals, gearinn sem HC hafa mun gera þeim kleift að vera mun fljótari en SC spilarar uppí 70, líka náttúrulega spilatíminn en anyway. Svo kemst þetta allt í gamalt horf eftir smá tíma í 70, HC spilararnir fara að raida og næla sér í nýjan epic gear meðan SC verða að sætta sig við verri gear.

Svo eru 5-10 manna instoncin sem mér finnst frábært, og allt nýja pvp systemið og það sem því fylgir. Það gerir venjulegum spilurum kleift að skemmta sér og næla sér í betri gear án þess að vera fastur á því að mæta alltaf í raid klukkan hálfsex, geta bara loggað inn með vinum og farið að leika sér og grætt á sama tíma. Þetta hefur vantað í WoW í langan, langan tíma, ný 5-10 manna instances.

Maður fær að upplifa allt aftur, að skoða og leika sér með nýju hlutina sem koma í TBC <3
will u do the fandango