Það er greinilegt að sumir hafa ekki enn lært að lesa reglurnar á forsíðu áhugamálsins svo það var kominn tími á að þær komi fram í einhverjum spontanious korki. Reglur áhugamálsins eru eftirfarandi:


1.) Vinsamlegast sleppið því að senda inn þræði sem ekki varða áhugamálið sjálft. Chuck Norris, Ali G, Batman og nýjustu fréttir af fræga fólkinu eru meðal þeirra hluta sem þið eigið ekki að vera að ræða um á áhugamálinu.

2.) Ekki senda inn tengla á myndbönd á Almennar umræður. Setjið þá á myndbandakorkinn. Ef þið vitið um fleiri en eitt myndband, ekki senda inn marga þræði um það, einn þráður er nóg. Ekki senda inn fleiri en tvo þræði á dag, geymið frekar tengla á ný myndbönd og sendið þá inn daginn eftir.

3.) KAUP, SALA OG SKIPTI OG ANNAÐ BRASK MEÐ ACCOUNTS ER BANNAÐ Á HUGA.IS, hvort sem það er hér á Blizzard Leikjum eða annars staðar, nema annað sé tekið fram. Vinsamlegast virðið það. Brot á þessari reglu leiðir til banns.

4.) Umræður um einkaþjóna (e. private servers), hvernig á að sækja þá, setja þá upp, tengjast þeim, hvort einhver geti hjálpað sér að setja slíkan einkaþjón upp o.s.frv, eru bannaðar! Brot á þessari reglu leiðir til banns.

5.) Við vitum hversu gleðilegt efni það er að komast á 60, eða fá fyrsta epic itemið, eða að vinna heimsmeistarann í StarCraft, en vinsamlegast haldið þessi út af fyrir ykkur og þá sem spila með ykkur. EKKI skrifa um það á korkunum.

6.) VINSAMLEGAST HALDIÐ FRIÐINN. Þeir sem ekki geta gert það eru taldir vanhæfir til almennra samskipta og fá yfirleitt fljótt að fjúka af Huga. Við vitum að það getur allt gerst í hita leiksins, en áður en þið sendið inn heiftarlegar rifrildisþræði skulið þið draga andann djúpt, telja upp á tíu og finna svo aðra kurteisari leið til þess að koma máli ykkar á framfæri.
Ef þið hafið einhverjar spurningar eða efasemdir um reglur áhugamálsins eða það sem fer hér fram bendi ég ykkur á að listi yfir okkur stjórnendur má finna til hliðar og þaðan eru skilaboð til okkar í aðeins tveggja músasmella fjarlægð.

Regla 4 hefur verið verið brotin í það minnsta fimm sinnum í dag og það er fimm sinnum of oft. Í guðanna bænum, farið eftir þessum reglum því ég er hættur að gefa fólki sénsa. Bein refsing er eina sem gildir.