Nú er kominn mánudagur og hræðileg helgi fyrir viðskiptavini símans sem ætluðu að njóta þess að spila World of Warcraft er lokið.

Fyrir þá sem ekki vita þá er WoW nú gjörsamlega óspilandi fyrir viðskiptavini Símans. Ástæðurnar eru tvíþættar. Í fyrsta lagi mjög hátt latency á annatíma og lagspikes en hins vegar er um að ræða að tenging við server rofnar algjörlega á 2ja til 10 mínútna fresti.

Þetta gerir leikinn að sjálfsögðu gjörsamlega óspilandi - eins og hann hefur reyndar verið síðustu 6 vikur án þess að Síminn hafi gert nokkuð skapaðan hlut til þess að laga þetta.

Núna verður Síminn að standa fyrir máli sínu og gefa strax skýr svör við eftirfarandi spurningum.

1. Hvað varð til þess að leikurinn varð skyndilega óspilandi fyrir 6 vikum ?

2. Hvað er Síminn að gera á þessari stundu til að koma þessu í lag?

3. Hvenær verður þetta komið í lag?

4. Hvernig ætlar síminn að bæta viðskiptavinum sínum upp þá slöku þjónustu sem fyrirtækið hefur veitt undanfarnar 6 vikur?

Það er nokkuð ljóst að Síminn ber alla ábyrgð í þessu máli.

Ég finn það glögglega að WoW spilarar eru ekki tilbúnir til þess að bíða deginum lengur eftir því að þessu verði kippt í liðinn.

Ef enginn svör berast hér eða á heimasíðu Símans í dag er nokkuð ljóst að þeir ætla ekki að gera nokkurn skapaðan hlut á næstunni til þess að laga þetta. Einnig er ljóst að ef svör þeirra hjóða uppá að þetta taki nokkra daga eða vikur þá hvet ég all WoW spilara til að skipta þegar í stað um Þjónustufyrirtæki og neita að greiða reikninga símans fyrir þá þjónustu sem þeir hafa veitt síðust vikurnar.

Skömmin er Símans. Ég hef á tilfinningunni að öllu þessu hefði mátt forða með skilvirkri þjónustu og viðbrögðum þegar fyrstu vandamálin fóru að láta á sér kræla. Í staðin ákvað Síminn að stinga hausnum í sandinn, kenna öðrum um og forðast alla ábyrgð í málinu. Og það er fyrirtækinu til algjörrar skammar.