Sælt veri fólkið.

Félagi minn var að eignast tölvu í dag eftir um mánaðar bið og er búinn að bíða lengi eftir að komast í World of Warcraft.

Núna þegar að tölvan er loksins komin í hús, þá fórum við á www.wow-europe.com að reyna að stofna nýjan account.

Það gekk ekki betur en það að browserinn segir síðuna niðri og getum við lítið gert í því.

Það sem ég ætlaði annars að forvitnast um er hvort að þetta sé algengt? Að síðan sé niðri svona lengi, þar sem að ég var rétt í þessu að athuga þetta og ekkert virtist ganga.

Síðan sem slík virkar reyndar alveg þokkalega að mér sýndist, en “Account Creation” var ekki alveg að standa sig.
nossinyer // caid