Nú er ég lvl 29 Shaman, og er kominn með 175 punkta í leatherworking og 210 í skinning. Ég hef hins vegar mikið verið að pæla hvort það sé gott að skipta yfir í alchemy. Hugsunin við að maður getur þá ekki búið til armor fyrir sig er ekkert sérstaklega skemmtileg. Það er eiginlega bara það sem heldur aftur af mér.

Hins vegar langar mig mjög mikið að læra alchemy útaf því þá get ég haft helling af potionum sem ég get notað í t.d. bardaga og buffað mig og partyið upp. Svo er maður eiginlega oftast með einhverja buffa á(í bardaga eða ekki), t.d. stamina eða eitthvað svipað og þeir endast allir í klst. Sem mér finnst frekar góður kostur.

En mig langaði að fá ykkar álit á þessu, einhverjir sem hafa reynslu á slíkum hugsunum. T.d. shamans, druids, rogues eða hunters. Og endilega koma með góð rök, hef spurt marga in-game að þessu og maður fær allt of mörg ‘bara það sem hentar þér’ svör. Kostir og gallar væri gott að fá. Var líka svona að spá hvort að maður gæti ekki bara keypt sér armora? Eða er ekki alveg nóg að vinna sér inn bara góða armora í questum? Jæja, endilega tjáið ykkur! =)

Vona að einhver duglegur nenni að svara þessu.. =D