Ég keypti mitt Pre-order í BT fyrir allnokkru og var búinn að plana að kaupa leikinn þar.
Í dag var byrjað að selja leikinn á Íslandi og ég var ekkert að drífa mig útí BT að kaupa hann.
Ég hringdi í föður minn og bað hann um að skreppa í BT á meðan ég var í skólanum og kaupa hann fyrir mig og lána mér semsagt fyir honum af því ég var dulítið hræddur um að hann yrði uppseldur.
En faðir minn talaði við drengina í BT skeifunni og þeir sögðu að það yrði engar líkur að leikurinn yrði uppseldur og ef maður átti pre-order þá yrði leikur tekinn frá fyrir mann og hann sagði mér það þannig ég ákvað að kaupa leikinn þegar ég var búinn í skólanum.
En viti menn þegar ég kem heim hringi ég uppí BT og spyr hvort það séu ekki örugglega laus eintök og svarið sem ég fæ er “Nei sko það er ekki eintak til í bænum, allt uppselt”.
Svo ég spyr hvort það sé ekki búið að taka frá eintak fyrir mig og þá sem keyptu pre-order.
En nei, svarið sem ég fékk við því var “Nei sko þarna þau seldust öll svo fljótt upp þetta voru bara mistök”.
Og þær upplýsingar sem ég fékk að það væri ekki möguleiki um að leikurinn yrði uppseldur og líka að það yrði tekið frá eintak fyrir hvert pre-order sem var selt voru báðar bull og vitleysa.
Þannig ég hringdi í ELKO og spurði hvort það væru einhver eintök efir og viti menn það voru nokkur eftir ég fékk engan afslátt vegna pre-order þar afþví ég keypti betuna í bt en samt kostar hann cirka 4000 í ELKO en 5000 í BT þannig ég tapaði 300 kalli á því.
Ég ætla að reyna að beina viðskiptum mínum frá BT í öllum tilfellum og ég skora á ykkur að gera það sama.