StarCraft: Ghost tilkynntur Í dag kl. 09:00 (Að Tokyo-tíma) afhjúpuðu Blizzard nýjasta leik sinn, StarCraft: Ghost.

Leikurinn mun eiga sér stað, eins og fólk hefur sennilega giskað á, í StarCraft heiminum. Spilarinn leikur Nova, sérþjálfaðan Ghost hermann og leiðir hana í gegnum verkefni byggð á atburðum í StarCraft sögunni auk nýrra staða og hluta.

Nova er í H.E.S.(Hostile Enviroment Suit), sem gerir henni kleift að hlaupa hraðar, bera þunga hluti og breyta henni í hinn fullkomna hermann. Spilarinn mun mæta andstæðingum eins og Hydralisks, Zealots, Marines, Goliaths og margt, margt fleira úr StarCraft heiminum. Auk þess mun Nova geta stýrt Vultures og Wraiths. Kannski eru fleiri farartæki í boði, en þessi eru þau einu sem hafa verið staðfest.

Leikurinn er gerður í samvinnu við Nihilistic, en þeir hafa unnið áður að Vampire: The Masquerade. Auk þess er einn af stofnendum Nihilistic, Rob Huebner, gamall Blizzard “veteran” og vann að StarCraft. Þess vegna er nokkuð öruggt að Nihilistic viti hvernig Blizzard vinnur og að þeir hafi góða innsýn í StarCraft-heiminn.

Bill Roper, aðstoðarforstjóri Blizzard, segir að Nova muni halda eftir öllum hæfileikum Ghost hermannanna úr StarCraft. Atburðir leiksins munu tvinnast mikið inn í atburði StarCraft, svo að aðdáendur fá vonandi óskir sínar uppfylltar varðandi Kerrigan, Dominion og fleira.

Blizzard hafa unnið að leiknum í rúmt ár og eru komnir á gott skrið með uppbyggingu og innihald. Þeir vilja enn ekki gefa upp of mikið, en vilja þó benda á að leikurinn verði mjög hliðhollur StarCraft. T.d. mun Nova taka þátt í risastórum bardögum, stýra kjarnorkusprengjum, Yamato-byssum og Siege Tanks, auk þess að ráðast inn í óvinastöðvar og Zerg nýlendur.

Leikurinn virðist einungis ætla að verða gefinn út á leikjatölvur, en engar sérstakar vélar hafa enn verið nefndar, svo það má búast við útgáfum fyrir PlayStation 2, GameCube og XBOX. Blizzard segjast miða á seinni hluta 2003 sem útgáfutímabil, en miðað við þróunarsögu Blizzard, má búast við seinkunum. ;)

-Royal Fool

Tenglar:
<a href="http://www.blizzard.com/ghost“>Heimasíða StarCraft: Ghost</a> - www.blizzard.com/ghost
<a href=”http://ps2.ign.com/articles/371/371543p1.html"> Umfjöllun á IGN.com</a> - ps2.ign.com/articles/371/371543p1.html