Smá Samtíningur um Illidan. Partur 1 Illidan Stormrage – The Betrayer er mín uppáhalds Warcraft persóna, misskilinn og útskúfaður. Og núna ætla ég að rekja fyrir ykkur sögu hans fram að núverandi ‘lore tíma’ og segja ykkur allt sem hægt er að vita um hann.

War of the Ancients :

Illidan er fyrrverandi Night Elf (Nætur Álfur) og tvíburabróðir Malfurion Stormrage. Með fyrrverandi meina ég þá að hann er ekki algerlega Night Elf lengur. Eins og Maiev Shadowsong sagði í Warcraft III The Frozen Throne, þá er hann “hvorki djöfull né Náttálfur, heldur eitthvað meira.” Hann varð hálfur-djöfull og hálfur-Náttálfur þegar hann tók í sig krafta Gul’Dan með því að ‘consume-a’ hauskúpu hans. Illidan einu sinni mjög góður Sorcerer en núna er ekki hægt að segja til um krafta hans. Hann dregst að völdum og Arcane kröftum og hefur sú fýsn leitt til þess að hann hefur drýgt mikla glæpi gegn sínu eigin fólki og öllum íbúum Azeroth! Nefni ég dæmi eins og þegar hann vann fyrir Sargeras og þegar hann dirfðist að reyna að endurskapa Well of Eternity, en fyrir það var hann settur í fangelsi í 10,000 ár, en honum var sleppt af Tyrande Whisperwind í Warcraft 3.

Illidan lærði Highborne Magic, en þegar hann var ungur reyndi hann að ná tökum á göldrum jarðarinnar (Druidic Magic) eins og bróðir hans hafði gert, en það að verða Sorcerer kallaði of mikið á hann. Hann var fæddur með gul augu, annað en bróðir hans og á þeim tíma var það merki um mikla framtíð og áætlanir. En í raun var þetta merki um mikla Druidic framtíð og möguleika. Hann var alltaf dálítið utan við sig, og þegar æskuvinir hans Malfurion og Tyrande voru búin að ákveða framtíð sína var hans ennþá óákveðin. Hann barðist með og fyrir Highborne þá, þótt hann væri sjálfur ekki Higborne og barðist hann fyrir stríðsleiðtoga þeirra Ravencrest.

Svo gerðist það að Archimonde réðst á Azeroth með her sínum og upp komst um svik Azshara . Malfurion sannfærði Illidan að fara frá drottningu sinni og hætta að stunda Highborn Magic. Illidan elti bróður sinn. En er Cenarius og Drekarnir slógust í bardagann, fattaði Malfurion það að mótstæðingar þeirra væru of sterkir til að tapa í bardaga. Og til þess að enda innrásina, lagði Malfurion á ráðin að eyðileggja Well of Eternity.
Illidan fannst þessi hugmynd hryllingur. Well of Eternity var rót máttar hans og hans Highborne magic, og sú hugmynd að missa þann mátt var of mikil fyrir hann. Satírinn Xavius notfærði sér efasemdir Illidans, og plantaði ranghugmyndum og hatri í huga hans. Gjörðir Xaviusar voru vondar og notaði hann galdra til að koma þessum ranghugmyndum fyrir í huga Illidans og Illidan fylgdi honum. The Night Elves tóku eftir því að Illidan fór að dást að The Burning Legion og elskaði hann þennan hreina galdur sem var undirlagið að brjálæði og drápsfýsn the Burning Legion! Og Þegar Náttálfarnir áttu erfiðara með að lifa og styrkjast, varð The Burning Legion bara sterkari.

Illidan var ástfanginn af Tyrande og hún vildi ekki sjá hann. Hugsunin um það að hún væri í örmum bróður hans gerði hann svo afbrýðissaman að hann sneri baki sínu við bróður sínum og fólki sínu.

Ég held áfram með sögu Illidans ef þið sýnið einhvern áhuga á því að lesa þetta og fræðast um Warcraft Loreið. Ef þið viljið einnig að ég skrifi um aðrar persónur. Þá endilega segið mér það.

Allar heimildir teknar af www.wowwiki.com