The Burning Crusade - Expansion set vangaveltur Jæja, nú styttist í expansion set (jæja, ég hef enga hugmynd hvenær þegar það kemur), Vilhelm postaði nafninu sem hann fékk úr einhverju Ítölsku leikjablaði(?): World of Warcraft: The burning crusade, en burning crusade er annað nafn á hinum mikla og illa her Sargeras, The burning legion, sem margir kannast við sem “vondu kallana” Í öllum Warcaft leikjunum (guð þetta er eins og með Mario og Bowser :P). Þetta bendir þá til að spilarar munu nú fá tækifæri til að berjast við the burning legion (og ég meina þá ekki þessa 36 gaura labbandi um í Desolace), sem mun þýða Dread- og Pit lords og Erethar og svona, ekki einhverjir trash mobbar semsagt.
Ég spái því að Illidan og Kil'jaeden muni stjórna the burning legion aftur til atlögu, Blizzard staðfesti fyrir langa löngu að Illidan er erfiðasti enemy í leiknum og þannig séð “endakallinn!” Einnig hef ég þær upplýsingar af lítilli mynd (sem ég postaði link af fyrir nokkrum dögum) sem sýnir druid skila questi sem þú færð af hring sem droppar af nýju outdoor raid bossunum the four dragons til Keeper Remulos í Moonglade. Það merkilega við það er að maður nær tali við engann annan en Malfurion Stormrage sem segist vera að berjast ásamt Cenarius (nauhh) í the Emerald Dream, þar sem eitthvað ancient evil hafi spawnað og að Ysera (mother of the green dragonflight) og drekar hennar hafi fallið fyrir “The nightmare”. Þetta gefur okkur einhverja sýn í það sem mun gerast í The Emerald Dream þegar það verður opnað og til að sýna okkur að þessi æviforna illska sé alvara sendi hún (Blizzard??) okkur 4 pirraða dreka í gegnum portalin sem eru allir víst voðalega illir og spilltir. En hinsvegar segir hann okkur einnig að bróðir hans, Illidan, sitji í hásætinu sínu í Outland og sé að missa vitið, að hann fari yfir bardaga sinn við Arthas aftur og aftur í huganum, nema eins og að hann hafi unnið hann. Malfurion segir svo að Illidan sé of djúpt sokkinn og að það muni bráðum reyna aftur á bönd þeirra bræðra og að það muni ekki fara eins vel og í Zin-Azhari (??). Þetta þýðir að expansion setið (allaveganna þetta) mun ekki innihalda Northrend og The Scourge sem munu verða vonbrigði fyrir mörgum en margir héldu að það mundi innihalda nýtt continent þar sem maður barðist við The Scourge.

Á annan bóginn var því strax spoilað að Blizzard muni hækka levelin uppí 70 á forsíðu The Games Machine, ég er þá að vona að þetta verði 10 erfið hero class level til viðbótar, en ekki venjuleg 10 level við (hverskonar rugl að bæta við 10 levelum í expansion þegar fólk kemst á lvl 60 á einni til tveim vikum). Annars stendur ekki mikið um sjálft innihaldið en ég spái því að þeir muni opna Outland og Emerald Dream í því, eða að Emerald Dream komi fyrr). Það munu líklega koma Hero Classes og hugsanlega nýtt race :D (veit samt ekki um nýja classes en ég las einhverstaðar að Blizzard séu að hanna nýjan race starting stað), er þá að vona að þeir create-i nýjann race, en ekki geri starting stað fyrir gnomes/trolls.

Annars voru þetta vangaveltur um expansion set-ið, ég er ekkert viss um að þetta séu allt áreiðanlegar heimildir en margt af þessu kemur beint frá Blizzard Posters.

P.S. Hérna er linkur á Malfurion myndina: http://pacifistguild.org/media/index.cgi?id=586

P.S.S Malfurion á myndinni er í fullun nýju Stormrage set (I wonder why..?) :P