Jæja, það virðist sem að margir hafi óbeit á custom games og vilji ekkert með þá hafa. Maður getur náttúrulega ekki dæmt þannig fólk vegna þess að þegar það fer í custom games listann koma upp margir hundlélegir leikir svo sem “HELMS DEEP REAL NO LEAVER NO NOOB” og leikurinn snýst út á það að standa upp á kastala með leiðinleg skill og bíða eftir milljörðum orka og annara forynja að hrúgast upp dauðir. En inn á milli lumar á nokkrum skemmtilegum leikjum og hér ætla ég að telja upp þrjá

Spellcraft:

Þessi leikur er í raun og veru margir leikir inní möppuni. Megin plottið byggist út á það að blanda saman þremur “elements” og mynda þannig galdra. “Elementin” eru eftirfarandi: Fire, water, thunder, earth, light, dark og magic.Svo að dæmi sé tekið þá myndar maður rain of fire með: fire fire water. Og force of nature myndar maður með: Earth earth water. Hægt er að taka sömu galdra þrisvar sinnum og verða þeir þá betri. Maður getur eignast þau á margvíslegan hátt en það fer eftir gametypinu. Í gladiator mode þar sem allir vinna saman að því að halda sér lifandi þá birtist hrúga af elementum eftir hvern endakall. En gametypin eru eftirfarandi: Gladiator, survivor, hunter og strife, en það kemur oftast nýtt mode með hverju versioni. Þessi leikur býður uppá marga möguleika og ég mæli eindregið með honum.

Jæja komið að næsta leik

Tides of blood (ekki láta þetta cheesy nafn blekkja ykkur ;) )

Tides of blood er leikur sem byggður er á AOS kerfinu (Aeon of strife) en það kerfi svipar til kerfisins sem notað var í bloodelf campaigninu þar sem maður stjórnaði einungis hejtunum og unitin manns færðust automatically um. Í byrjun leiksins fær maður að velja um þó nokkrar hetjur, margar með skemmtileg skin, fullar af vell unnum custom skills. Þegar maður er búinn að velja hetju fer maður í heimastöð liðsins síns ásamt félögum sínum. Unitin spawna í köstulum sem eru á víð og dreif og um mappið, og til þess að eyða unit framleiðslunni eyðir maður kastölunum. Svo er einn aðal kastali í heimastöð óvinarins og ef að hann fellur, vinnur liðið sem að maður er í. Einnig er hægt að fá betri units til að spawna en þá fær maður worker til þess að byggja sérstakan “unit turn” við hlið kastala. Svo að dæmi sé tekið þá getur maður búið til “knight turn” við hlið kastala og þá spawna knightar annað hvert round. Eitt round er mælt þegar að unit um mappið allt spawna. Einnig er hægt að kaupa mercenaries en þeim getur maður stjórnað sjálfur. Það eru nokkrar búðir á mismunandi stöðum í borðinu og þar getur maður keypt itemsog artifacts.
Þetta er eitt af mínum uppáhalds möppum og mæli ég eindregið með því.

Jæja ég ætlaði að skrifa um fleiri möpp en ég vil fyrst gá hvort
fólk hefur áhuga :p

P.S Vil ekki fá nein komment á stafsetningu eða slettur úr ensku.
Takk!

Kveðja Viking