Sælir hugar,

Ég vil vekja athygli ykkar á Smellur 3, helgina 11-13 júl í litla salnum í Laugardalshöllinni. Ólíkt áður verður nóg um bílastæði og ætti það að gleðja þó nokkra.

Keppt verður að venju í WCIII 2v2. Það virðist komin venja á b3nni, myrkvi og taqtix sigri en nú skorum við á ykkur hardcore spilarana þarna úti að taka í lurgin á honum.
Vegna breytinga á húsnæði lýtur allt út fyrir að lina.net muni sjá um nettengingu fyrir alla þátttakendur en samningar eru í gangi og lýta þér vel út.

Skráning er hafinn á www.smellur.net og Forsala stendur yfir fram á Sunnudag 29.jún á Hverfisgötu 105, 3 hæð (Kljúfur Ehf). Fyrir þá sem nýta sér forsöluna tryggja sér sæti á Smell 3 og borga 500 kr. minna en þeir sem netskrá sig. Auk þess fá þeir Smells bol í kaupbæti.

Sjáumst sem flest,

kv,

Stjórn Smells.