Jæja, nú eru komnar einhverjar vikur síðan Windows 7 betan kom, svo það er komin smá reynsla á það. Hvaða galla, bögga eða compatibility issues eruð þið búin að finna?

Ég hef uppgötvað eftirfarandi:
*Þegar nýr spjallgluggi opnast í MSN kemur fyrir að hann verður “glær” og ekki hægt að sjá hann.
*Lenti í því einu sinni að í staðinn fyrir að opna vefsíður þá fór Firefox að hlaða niður .html og .php skrám. Veit ekki hvort þetta var compatibility vandamál eða hvað í ósköpunum gerðist, ég hef amk ekki lent í þessu nema í Win 7.
*Ég nota CoreTemp til að fylgjast með hitanum á örgjörvunum. Í fyrsta lagi fæ ég það ekki til að starta sjálfkrafa þegar ég kveiki á tölvunni, þarf að kveikja á því sjálfur (og gefa authorization samþykki líka, bah!). Í öðru lagi: Það setur tvö icon í system tray, eitt fyrir hvorn örgjörva. Annað þeirra fer alltaf í Hidden, þarf að færa það niður á barinn í hvert skipti. CoreTemp virkar fínt á hinni vélinni minni sem er með Vista, og virkaði vel á þessari áður en ég fór í Win 7.

Hvað fleira vitið þið um?
Peace through love, understanding and superior firepower.