Ég veit ekki hvurn fjandinn gengur að tölvunni minni en hún er helvíti stælótt.

Byrjum bara á tækniupplýsingum

Þetta er Acer tölva, veit ekkert hvaða tegund, keypt í Tölvulistanum fyrr á þessu ári, stýrikerfið er Vista.

Ok sl. daga hefur hún verið að láta þannig að alltaf þegar ég ætla að opna nýjan glugga, semsagt ég er kannski með huga í einum glugga og svo bara word skjal og ég ætla að skipta á milli þá frýs taskbarinn og tölvan gefur mér þrjá valkosti, refresh, close eða wait for the program to respond, og þetta er að gerast oftar og oftar, nú ca. 5x á 15 mínútum, fyrst var þetta bara svona ah hún kemst yfir þetta en nú er þetta orðið þannig að mig langar að taka tölvuna og kasta henni í vegginn. Ég er búin að skanna og skanna og ekkert finnst.

Gæti þetta tengst því að á milli msn táknsins og batterítáknsins í taskbarnum við hliðina á klukkunni er autt svæði, svona eins og það eigi að vera eitthvað þarna en það er ekkert og þegar ég hægriklikka koma bara valmöguleikar fyrir taskbarinn sjálfann.

Ég er alveg ráðþrota og þetta er að gera mig geðveika þegar ég er að reyna að læra og þarf alltaf að vera að skipta á milli word skjala!

Fyrirfram þakkir:)