Enn ein PC vs. Mac greinin Það fer seint úr tísku að rífast um PC og Mac. Menn rífast um það fram og tilbaka hvor vélin henti hverjum betur og af hverju þú ættir að skipta, en auðvitað skipta fæstir… Að skipta úr PC yfir í Mac eða öfugt virðist svipa til þess að skipta um þjóðerni eða jafnvel trú í augum alltof margra. Það þarf varla að taka það fram, að þessir aðilar eru allir með tölu hálfvitar í lægsta flokki. En svona, svo ég fái að taka þátt, langar mig til að fá tækifæri til að skíta og drulla yfir eitthvað. Réttara sagt, mig langar til að hæðast að sumum af þessum fáránlegu “Af hverju þú ættir að skipta yfir í Mac” punktum.

Áður en ég byrja vil ég fyrirbyggja allan misskilning; Ég hata ekki Apple. Iphone símann minn elska ég (þótt ég viðurkenni það fúslega að hann er enginn helvítis kraftaverkakassi) og ég er alvarlega að íhuga það að fjárfesta í nýju 17” MacBook Pro vélinni (jafnvel þótt ég hafi raun ekkert við slíka vél að gera). Einnig vil ég að það sé á hreinu að fíflin eru báðu megin, þetta tengist í raun ekkert hvaða vél þú keyptir. Það er ekki eins og PC tölvum fylgi tilhneigingin til að vera hálfviti eða öfugt. Þetta snýst um unga stráka sem eru meira tilfinningalega bundnir tölvunum sínum heldur en skaufanum á sér… Hvurslags karlmenn eru það? Síðan, þessir vitleysingar sem þeir eru, versla þeir sér tölvu fyrir allt spariféð sitt og leggja allt í sölurnar til að vernda og réttlæta sína rándýru fjárfestingu gagnvart öðrum jafn vitlausum hálfvitum á veraldarvefnum. Í dag er ég einn af þessum hálfvitum, að einhverju leiti allavega. Og ef það var ekki nógu augljóst nú þegar, þá ætla ég ekkert að vera spara stóru orðin, þau detta svo eðlilega inní svona internet-reiðis-vitleysu.

Það sem pirrar mig sífellt meira og meira þessa daganna, eru sömu setningarnar sem ég fæ aftur og aftur í hvert skipti sem ég spyr; “Af hverju þarf ég að losa mig við PC tölvuna mína og færa mig yfir í Mac?” - Rétta svarið er auðvitað; “Þú þarft þess ekkert.” Og flestir sem ég á samskipti við eru nógu gamlir/snjallir til að átta sig á því. En svo eru það hinir, sem fara ekki af því að þú hreinlega VERÐUR að losa þig við PC ruslið og fá þér sneið af himnaríki með Makka útaf nokkrum lykil ástæðum… Núna ætla ég að taka nokkra af þessum helstu og vinsælustu punktum og gera mitt besta til að drulla yfir þá á uppbyggilegan og sanngjarnan hátt. Með þessum pistli er ég alls ekki að segja að þú þurfir engan veginn og alls ekki að eiga eða skipta yfir í Macintosh. Langt því frá, það geta verið margar sniðugar ástæður til þess… Hinsvegar eru m.a. Eftirfarandi punktar ekki bara heimskir, heldur algjörlega óþarfi og eiga engan vegin við fólk með tvær hendur og heila.

1. Mac hefur töluvert minni líkur en PC tölva á að verða fyrir vírus!
Þetta væri nú varla Mac-tengt ef við tækjum ekki vinsælasta sölupunkt Apple. Makkar þurfa ekki vírusvörn, þetta vitum við öll. En er þetta virkilega ástæða til þess að skipta um tölvu? Ég hef verið hamingjusamur PC eigandi í yfir 10 ár og aldrei fengið vírus inná tölvurnar mínar… Þegar ég segi “aldrei” þá á ég að sjálfsögðu við ég hef aldrei lent í veseni eða hreinilega lent í einhverju sem hefur skemmt fyrir mér vinnu eða hreinlega búnað. Auðvitað hef ég ávallt notast við vírusvörn og þar með hefur vandamálið meira og minna verið úr sögunni. En því miður eru greinilega ekki allir jafn vel gefnir og ég. Það segir sig sjálft að þú þarft að vera algjör asni til að skemma vélina þína útaf vírus, eða þá að þú greinilega kannt ekki að finna klám til niðurhals. XXX VIDEO OF BRITNEY SPEARS WITH 2 GUYS ANAL XXX er sennilega ekki það sem þú heldur að það sé… Eða jú reyndar, því að maður með typpi, tvö eistu og snefil af almennri skynsemi veit að þetta er vírus… En þetta tengist greininni ekkert… Að forðast það að fylla tölvuna þína af vírus er það auðveldasta sem mér dettur í hug. Það er erfiðara að opna mjólkurfernu en að halda tölvunni þinni hreinni. En allt í lagi, segjum að þú sért ekki með heilabú á við þriggja ára barn og að þú getir komið í veg fyrir að vírus komist í vélina, hvaða ókostir fylgja því að vera með vírus vörn?
-Hugbúnaðurinn hægir aðeins á tölvunni þinni? - Ef hann hægir nógu mikið á henni til þess að þú takir eftir því þá geturðu kennt sjálfum þér um að vera enn þá að nota PC tölvu frá 1997.
-Þú þarft að keyra vírusvörnina annað slagið og láta hana leita – Nema þú þurfir algjörlega að nota tölvuna þína 24 klukkustundir á dag og að hin minnsta hvíld myndi skemma líf þitt eða starfsferil þá skiptir þetta engu máli. Það er voða lítið mál að láta vírusvörnina einfaldlega leita, t.d. á nóttunni eða á morgnanna. Kveiktu á henni þegar þú ferð að sofa, þegar þú vaknar eða stilltu hana þannig að hún einfaldlega leitar sjálf þegar þér hentar.
-Þú þarft að borga ársgjald – Já, því miður. Það er vissulega ókostur og þótt kostnaðurinn sé ekki meiri en 2-3 þúsund krónur á ári að þá er það engin afsökun að segja “2-3 kall skiptir engu” - Hver króna telur og ég er nógu mikill maður til að viðurkenna það. Nú þarftu bara að spyrja sjálfan þig: Er ég tilbúinn til að greiða ársgjaldið til að forða PC tölvunni minni frá vírusum eða á ég hreinlega að skipta í Makka?

2. Mac tölva er tilbúin til notkunar beint uppúr kassanum! Það eina sem þú þarft að gera er að tengja hana í rafmagn, tengja mús og lyklaborð, kveikja á henni og fylla út í 2-3 reiti og þá ertu tilbúinn!
Þetta er rosalega mikilvægur punktur af því að þetta sama ferli með nýja PC tölvu er nefnilega svo rosalega öðruvísi. Í stað þess að geta farið beint í það að leika þér þarftu nefnilega líka að tengja tölvuskjáinn og hugsanlega smella ethernet snúru í til að vera nettengdur. Hneyksli! Ef uppsetning PC tölvu er of flókin fyrir þig þá er hún það líka á Mac. Í Guðanna bænum ekki láta þetta plata þig, og ekki láta eitthvað jafn heimskulegt og þetta hafa áhrif á það hvert peningurinn þinn fer. Ekki heldur láta plata þig með “uppsetningunni”. Flestar PC tölvur sem keyptar eru útí búð eru svo gott sem tilbúnar til notkunar beint uppúr kassanum. Þú þarft ekki sjálfur að setja upp stýrikerfið og þar fram eftir götum.. Og ef þú neyðist til þess, engar áhyggjur, það er svo auðvelt að það eina sem þú þarft er að vera manneskja. Það mun hinsvegar taka auka mínútur, þannig að ef þú getur ekki beðið í 20-25 mínútur eftir því að byrja leika þér í nýju tölvunni (og hey, hver getur beðið svo rosalega lengi?) þá skaltu vera “skynsamur” og fá þér Mac… Nú eða tilbúna PC tölvu (eitthvað sem flestar ef ekki allar tölvuverslanir bjóða uppá í dag, þér að kostnaðarlausu).

3. Makkinn þinn getur líka keyrt Windows!
Gettu hvað keyrir líka Windows… PC tölvur. Ef ég á nú þegar PC tölvu og ég nú þegar elska Vista, af hverju á ég að eyða 100-200 þúsund krónum í Makka til að halda áfram að nota sama stýrikerfið? Svo ekki sé talað um að Vista er æðislega þroskaheft í Boot Camp. F5 er fyrir hljóðstillingu, ekki refresh takki… Af hverju í andskotanum Apple? Það er ekki ÞAÐ kúl að vera öðruvísi? Ef þú telur þig þurfa að skipta yfir í Mac, þá ætti það væntanlega að vera vegna þess að þú hefur meiri áhuga á stýrikerfi Apple, ekki Windows.

4. Microsoft Office virkar núna líka á Mac!
Loksins… Af því að Office virkar nefnilega alls ekki alveg nógu vel á PC tölvunni minni nú þegar.

5. Innbyggð vefmyndavél í öllum Mac!
Ef þú ert ein af þessum creepy manneskjum sem bjóða mér í “Webcam Video Chat” í hvert einasta skipti sem ég skrái mig inn á MSN, þá er þetta eflaust rosalega heillandi. Látið mig samt vera, í alvöru.

6. Macintosh tölvu eru svo fallegar og stílhreinar í hönnun.
Veistu, Apple mega eiga það; Þeir kunna að hanna stílhreina og fallega vöru. Og vafalaust eiga einhverjar skrítnar stelpur í MH eftir að kíkja á þig ef þú gengur um með með MacBook í fanginu… En þú færð enga píku útá Makkann og ég meina… Ef þú færð enga píku, af hverju skiptir þetta þá einhverju máli?

7. Innbyggt klippi forrit sem leyfir þér að gera þína eigin æðislegu fjölskyldu heimildarmynd, yey!
Þetta er eflaust þægilegt ef þú ert einhver vídjóklippandi hippi, ég er það ekki og mér gæti ekki verið meira sama. Og ekki gleyma að þetta forrit er auðvitað algjörlega gagnslaust ef þú tekur þetta ,,alvarlega.” En ég heyri að þetta er fínt í að klippa leyniupptökur af þér og kærustunni og það er fullgild ástæða fyrir mig; Tveir þumlungar upp ef þér er ekki sama… Mér er sama.

Að sjálfsögðu er allt skítkast leyfilegt og æskilegt.

-TheGreatOne