Windows 3.x fallið frá. Hélst þú að hætt væri að selja Windows 3.x fyrir svona 10 árum síðan. Þú ert á villigötum.

En frá og með 1. Nóvember í ár þá er því lokið.
Þann 22. Maí 1990 kom fyrsta fyrsta útgáfa af Win 3.x, og grafíska umhverfið út og hefur lifað áfram þótt Microsoft hætti að þjónusta það í endanum á 2001.

Og í hvaða samhengi hefur Windows 3.x verið notað síðustu árin ? Jú stýrikerfi hefur verið innbyggt í kassa-kerfi og miðasölu-sjálfsala.

Flugfélögin Virgin og Quantas hafa notað það til að keyra viðhaldskerfi sem finnast í nokkrum vélum þeirra.

Windows 3.0 var fyrsta forrit Microsoft sem notaði grafískt umhverfi með góðum árangri. Það var líka með nútímalegum margmiðlunarfídussum. og var lengi fremsta forrit Microsoft.

Til að geta notið Windows 3.x þá var krafist að maður hafið örgjörva af gerðinni 8086 eða 0888, minnst 640 kb minn, 7 MB pláss á hörðum disk og skjákort sem studdi cga, ega og vga.

Heimildir:Idg.se