Ástæðan fyrir því að þú átt ekki að lána konunni bílinn…;)
BMW M1 Group 4, við stýrið er Niki Lauda og stefnir til sigurs í Monaco 1979. Procar keppnin var skipuð BMW M1 bílum og haldin á undan Formula 1 keppnum með 5 auðum sætum fyrir 5 formúlu ökumenn sem þáðu allir boð um að keppa á þessum bílum. 470 hestölf og undir 1000 kíló, 4.4 sek í 100 kmh. Geysilega öflugir bílar sem voru smíðaðir til höfðus Porsche en fengu aldrei að keppa við þá þar sem FIA breytti reglunum á síðustu stundu.
Ég bara varð að henda þessu inn strax þar sem þetta snertir EINA nýja bílinn sem mig virkilega langar í. Mazda hefur hlotið “International Engine of the Year Award ” fyrir vélina í RX8 bílnum. Þessi bíll er það eina nýja í langan tíma á bílamarkaðnum, 238 hestöfl úr 1.3 lítra Wankel vél. 1400 kílóa bíll - fernra dyra og pláss fyrir fjóra fullorðna - FULLKOMINN bíll segi ég.
Chrysler 300C virðist vera á leið í framleiðslu. Sedan bíllinn fékk góðar undirtektir enda eru þessi bílar mjög stæðilegir og munu bjóða uppá fyrstu “HEMI” vélina í 30 ár. http://www.pistonheads.com/doc.asp?c=117&i=7252