Sumir íslenskir Imprezueigendur ættu að taka sér þennan til fyrirmyndar, og þá er ég að tala um fólk sem setur krómpóleraðar felgur undir Imprezuna sína.. skammarleg hegðun. (btw. ég er dökkfelgu fan)
Það gekk mikið á í Argentínu á laugdardaginn og hér kemur Gustavo Trelles á MMC Lancer fljúgandi uppúr einum drullupollinum við mikinn fögnuð gegnvotra áhorfenda.
Þetta ætti að gleðja einhverja. TVR Cerbera breytt yfir í LHD af umboðsaðila í Sviss. Því miður framleiðir TVR Cerbera bara RHD. Tekið af PistonHeads þar sem má sjá myndina stækkaða.
Jami Fisher stuttu eftir flugtak í Bláfjöllum Laugadaginn 30 júní. Ekki voru flugskilirðin nógu góð til að halda honum á lofti lengi og fékk hann svokallað “skid ride” niður, eða á íslensku bara svif. Vindurinn var uþb 6-8 m/s.
Þetta finnst mér alltaf vera flottasta herþotan. Nashyrningurinn eins og hún hefur verið kölluð, fellur vel inní brute power hugsunina. F-4E Phantom II var einstaklega fjölhæf flugvél og var aldrei leyst af hólmi af neinni einni vél, fyrr en kannski með tilkomu F-15E Strike Eagle.
Aðflug inn á Telluride Colorado (KTEX). Þetta er sá völlur í USA sem liggur hæst að mér skilst með elevation upp á rúmlega 9100'. Prófið að skoða hann í FS2000 eða FS2002.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..