
Nýr Renault Clio V6 er væntanlegur á evrópumarkað um áramótin með smávegis útlitsupplyftingu og ýmsum endurbótum. 3 lítra V6 vélin skilar nú 255 hestöflum og togar 300nm, og vinnur á mun hærri snúning en áður. 6 gíra kassinn er lægra gíraður og hröðun er sögð eiga að vera undir 6 sekúndum. Fjöðrunin er orðin mun stífari, og hjólhafið meira. Hann kemur á 18" OZ Superturismo felgum og lítur að mínu mati mjög verklega út. Renault rúlar!