Þetta er Ford Fiesta, amk var þetta einhverntímann Ford Fiesta áður en eigandinn ákvað að lengja bílinn aðeins. Þessi bíll stóð fyrir utan þjónustusvæði Ford einn daginn á meðan Rally GB fór fram og voru Bretarnir sem tóku myndina á því að það væri orðið æði hart í ári hjá Ford ef þeir hefðu ekki efni á að skaffa Colin McRae flottari limo……. Respect ;)
Tommi Makinen stendur hér við glænýjan Mitsubishi Lancer Evolution WRC sem er fyrsta WRC útgáfan af Lancer. Helstu nýjungar eru nýtt boddý, ný afturfjöðrun og betri útblástursgrein ásamt skilvirkari intercooler. En þrátt fyrir að vera WRC bíll notar hann samt sem áður mikið af gömlu Evo VI íhlutunum. Innanhús hjá Mitsubishi gengur bíllinn undir nafninu Step 1 WRC en Step 2 útgáfan er væntanlega snemma á næsta ári og þá með nýrri og betri íhlutum.
Erebuni menn eru óstöðvandi þegar að spoilerum og kittum kemur, eins og sést á þessum, upprunalega miður fallega bíl, sem þeim hefur tekist að gera mjög vel… http://www.erebuni.net
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..