
Ég bara varð að henda þessu inn strax þar sem þetta snertir EINA nýja bílinn sem mig virkilega langar í. Mazda hefur hlotið “International Engine of the Year Award ” fyrir vélina í RX8 bílnum. Þessi bíll er það eina nýja í langan tíma á bílamarkaðnum, 238 hestöfl úr 1.3 lítra Wankel vél. 1400 kílóa bíll - fernra dyra og pláss fyrir fjóra fullorðna - FULLKOMINN bíll segi ég.