Draumabíllínn minn, Jagúar XJ6 4,2.
Þessi mynd er af einum af skemmtilegri bílum sem fram hafa komið. Þetta er árgerð 1975 af Citroën 2CV. Fáanlegar vélar voru frá 375cc til 602cc. Minnsti mótorinn skilaði heilum 9 hp en sá stærsti 29. Bíllinn með stóru sleggjuna var heilar 32,8 sekúndur í 60 mílur! Einn vinnufélagi minn átti einn svona þegar hann bjó í Danmörku og hann hrósar þeim bíl í hástert.
Helstu bílaframleiðendur heims hafa gert sér grein fyrir að Kína er þar sem framtíðin liggur. Þeir hafa því komið sér upp verksmiðjum þar. Þar að auki er fjöldinn allur af kínverskum framleiðendum. Ég rakst á þessa mynd af kínverskum bíl, en því miður skildi ég ekkert það sem var skrifað um hann (verð að fara að dusta rykið af kennslubókunum í kínversku ;).