MMC Galant GLXi 1993 2.0, flottasti bíllinn í bænum?
Rakst á þessa frábæru mynd af Lotus Elite á http://www.classicdriver.com/uk/magazine/3400.asp?id=10541 - en þar er einnig prýðispistill um þessa framúrstefnubíla. Straumlínulögun á við það besta í dag árið 1958 og burðarvirkið úr trefjaplasti!
Mal3 kom mér á bragðið og ég uppgötvaði bíl sem ég var löngu búin að gleyma, Lamborghini Islero S 1969 módel - gullfalelgur bíll með 350 hestafla V12. 2+2 fyrirkomulag og aðeins framleiddir 100 Islero S og 125 Islero. Bíllinn á myndinni er með athyglisverða merkingu á hliðinni ekki ósvipað og Porsche Carrera hafði á sínum tíma.
Það virðist vera frekar rólegt núna á áhugamálinu. Skelli því inn mynd af bíl sem mig dreymir um að flytja inn eða eignast. Hér er á ferðinni Alfa Romeo Montreal, sem var fyrst kynntur árið 1967 og var framleiddur að ég held til ársins 1975. Tveir svona bílar eiga að vera til á landinu. Annar í góðu standi sem var til sölu fyrir nokkrum árum og annar sem var í uppgerð en veit ekki hvernig ástandið er á þeim bíl núna.