Þessir eru snillinga
Guðfaðir dauðarokksins dó á þessum degi fyrir átta árum. Einn af mínum uppáhalds gítarleikurum, enda fáránlega góður og ég held að enginn gítarleikari hafi náð jafn vel til mín og haft áhrif á mig.
Þetta er mynd af spænska gítarleikaranum og tónskáldinu Francisco Tárrega. Hann er meðal fremstu gítartónskálda allra tíma. Hann samdi meðal annars verk eins og Lágrima, Adelita og Recuerdos De La Alhambra. Auk þess er Nokia hringitónninn tekinn úr verki eftir hann, Gran Vals.
Þetta er semsagt gamall Ibanez signature gítar sem gítarleikarinn frank gambale lét gera fyrir sig á sínum tíma þegar hann var að spila með Chick Corea. Gítarinn er að mestu búinn til eftir Ibanez s series típunni en var breitt eftir hans höfði.Hann var einni fáanlegur í bláu og bleiku. Ég væri geðveikt til í svona gítar, verst hvað það er erfitt að finna þá til sölu.