Ég er alveg nokkuð viss um að svona þráður hafi komið áður, ef svo er þá má bara eyða þessum.

Ég vildi semsagt spurja um þá hárgreiðslustofu sem fólk hefði bestu reynslu af. Hef heyrt mjög góða hluti um Tony & Guy og hafði hugsað mér að fara þangað en vildi bara spurja hugara fyrst - svona til öryggis. Já og hefur einhver hérna farið á Rauðhettu og Úlfinn? (Rauðhetta og Úlfurinn, veit ekki hvort ég hafi mátt beygja nafnið.) Hef heyrt að sú stofa sé fín, en samt rándýr. Já og Tony&Guy víst líka, en hvað gerir maður ekki fyrir flott hár?

Málið er nefnilega að ég hef alltaf farið á sömu stofuna ár eftir ár, og er orðin dauðleið á henni. Langaði að prófa eitthvað nýtt í tilefni jólanna. :)
——