Þetta eru niðurstöður á rannsón minnar og vinkonu minnar, sem var bókstaflega bara okkar skoðun á ýmsum tískufyrirbrigðum sem eru til. Fengum álit síðan frá tveimur öðrum sem sögðu sína skoðun. Málið er bara það að ég er ekki viss um alla stílana sem eru til og ætla þess vegna að skrifa það sem ég man eftir og það sem ég ræddi við vinkonu mína um. Endilega segið frá ykkar skoðun á þessum týpum, þar sem þetta er álit, þá held ég að enginn hafi þannig séð rangt fyrir sér, en ef svo er þá endilega leiðréttið mig. Tek það líka fram að ég bý í Danmörku, veit ekkert hvort stíllinn er mikið öðruvísi hér en heima.

Goth
o Klæðast algjörlega svörtu, leðurkápur, svört stígvél eru dæmi um klæðnað. Þung tónlist og dulrænir hlutir eiga oft stóran þátt í lífi þessara týpu, en það er samt öruglega mismunandi.

Emo
o Eiturlitir, eða dökkir litir með svörtu, hjá stelpum hef ég tekið eftir því að þær eru í skærum sokkabuxum og svörtum netasokkabuxum yfir við stutt svört fjólublá pils. Tónlistin er meiri í fm áttinnu en þung fm tónlist þá aðalega (all american reject, my chemical romance), hef aldrei kynnst emo manneskju svo ég hef þetta frá vinum mínum.

Hnakki
o Merkjavörur er oft aðaleinkenni, það að merkjavörur eru tíska sem er seld í flestum fatabúðum, þá tel ég þetta vera hópurinn sem eltist við hana. Fm tónlist er svo eitt af aðalmerkjum hnakkans. Gallabuxur, stutermabolir og rendar peysur fyrir stráka en gallabuxur og þröngir bolir. Ég er engin snillingur í skilgreiningunni samt, hef ekki þekkt mikið af hnökkum.

Metró
o Nánast það sama og hnakki, reyndar komumst við aldrei að niðurstöðu um þessa týpu, endilega komið með útskýringu fyrir hvað Metró er.

Trefill
o Týpa sem gengur í notuðum fötum eða gömlum. Vinkona mín orðaði það fallega sem Artífartar, tek það samt skýrt fram að ég á vini í þessum hóp og þessi vinkona mín er ein af þeim. Held samt að þetta er líka týpan sem gengur í nýjum fötum sem líta út eins og þau eru gömul.

Úlpa
o Þetta er alveg nýtt fyrir mér heyrði þetta í fyrsta skipti áðan, en skilgreiningin er víst að tolla ekki í tísku. Týpa sem sagt sem er ekki í tísku fötum.

Nörd
o Þetta er stórt hugtak, ég þekki fullt af nördum og þeir eru svo ólíkir. Sumir eru í Hnakka skilgreiningunni, margir í treflanum og síðan eru e-ð af þeim úlpur. En síðan er það samt að þeir skilgreina sig sem nörd, þ.e líka í fatalega séð. Ég get bara ekki munað hvað er nördalegur klæðanður, sé alltaf fyrir mér einhverja persónu úr teiknimynd, með Harry Potter gleraugu og prjónavesti, það er samt svo röng mynd af nörda.

Hipp hoppari/skatari
o Stór föt, hangandi buxur og víðar joggingpeysur. Á vin hérna úti sem er þessi týpa hann viðurkenndi einhvern tíman fyrir mér að ástæðan fyrir því var til þess að virðast harðari en hann í raun og veru er, veit nú ekki hvort það á við alla. Tónlistin segir sig nú sjálft, hipp hopp og já rapp held ég.



Eru til fleiri týpur?
Hvernig týpu skilgreini maður sjálfan sig í? Hugsa ekki bara flestir “Ég er venjuleg manneskja”? Ég gæti að minnsta kosti ekki sett sjálfa mig í neinn hóp, gæti samt dottið í hug blanda af trefli og úlpu. Ég veit það samt ekki.

Ég vil endilega fá álit frá fólki um þetta :)
Ég