Strákar: Tvö "möst" fyrir sumarið Jæja, eftir þó nokkurt hlé hef ég ákveðið að skella inn einni grein hérna og ákvað ég að fjalla um 2 hluti sem allir strákar verða að eiga í sumar.
Þessir tveir hlutir eru góð og flott sólgleraugu og töff pólóbolur, helst bolir.
Sólgleraugu er eitthvað sem er talað um fyrir hvert sumar og það er einfaldlega vegna þess hvað þau eru ógeðslega flott og hvað það gerir ótrúlega mikið fyrir “lúkkið” að vera með einhver töff sólgleraugu. Við Íslendingar erum því miður ekki svo lánsamir að geta notað þau af fullum krafti allan ársins hring, þess veggna mæli ég eindregið með því að nýta sumarið til hins ýtrasta. Ég er ekki að segja að fólk eigi að byrja að ganga með sólgleraugun á fullu þegar maður er innandyra, en þar á maður hvort sem er ekkert að vera á sumrin, en þá er alltaf klassískt að brjóta þau saman og láta þau hanga í hálsmálinu. Svo er líka mál að fá sér sólgleraugu sem eru með ekkert svakalega mikilli dekkingu, svo hægt sé að sjá ágætlega með þeim þó það sé ekkert dúndrandi sólskyn úti (ætli menn að ganga alla leið í þessum efnum er jafnvel mál að fá sér gleraugu með polaroid glerjum, aðlaga sig að birtunni sem þú ert í).
Þó þessi grein heiti 2 möst fyrir stráka, þá mæli ég samt sem áður eindregið með því að stelpur noti sólgleraugun óspart, en ég ætla að fjalla aðeins um hvernig sólgleraugun eiga að lúkka hjá strákunum. Nýjasta nýtt í þessu eru þessi klassísku Ray Ban sólgleraugu, oft kennd við flugmennina (þeir sem horfðu á Top Gun á stöð 2 í gær sáu nú ógrynnin öll af þessum gleraugum). Mönnum finnst þeir kannski lúkka soltið gamaldags með þau á sér í fyrstu, en þegar þú ert kominn í góðan pólóbol og Diesel buxur við ættu þau ekki að klikka ;) Fólk getur skoðað þetta aðeins betur hérna: http://www.rayban.com nokkuð flott lína þarna fyrir stelpur líka.
Eins og stendur eru Original Ray Ban gleraugu mjög dýr, allavega sér greinahöfundur sér ekki fært að kaupa par af slíkum, þó það væri að sjálfsögðu toppurinn, en tískuvöruverslanirnar í dag eru allar yfirfullar af gleraugum með þetta “lúkk” í öllum litum stærðum, þannig að fólk ætti ekki að eiga í erfiðleikum að finna þau, auk þess sem að pabbi gamli eða afi ætti nú að eiga nokkur pör sem maður getur nælt sér í. Svo eru fólki að sjálfsögðu frjálst að leika sér aðeins með þetta lúkk, en grunnurinn af sólgleraugunum í sumar verða þessi klassísku Ray Ban flugmannagleraugu.

Svo er nú næsta á dagskrá sem að allir strákar verða að eiga í sumar og það er pólóbolur.
Grunnhugmyndin af þeim er að sjálfsögðu komin frá sjálfum Ralph Lauren og ef þið viljið ósvikinn og góðan pólóbol sem á eftir að endast ykkur allt ykkar líf þá mæli ég eindregið með því að þið skellið ykkur í Ralph Lauren búðina í Smáralindinni, eða kíkið og pantið ykkur hérna: http://www.polo.com, en þarna ættuð þið að sjá allt það sem er í boði. En það að versla á þessum stöðum kostar sitt, þannig að látið ykkur ekkert bregða þegar þið lítið á verðmiðann, en hafið líka í huga að þarna eruð þið líka að borga fyrir gæði, ekki bara merki.
Sjálfur versla ég mest í búðum eins og 17 og retro, en þar eru þessi bolir að sjálfsögðu og fyrir minn smekk finnst mér þeir flottari þar, þó gæðin séu kannski ekki þau sömu, en ekta Polo eru kannski meira svona “plein” fyrir þá sem kjósa það, meiri svona klassískur stíll, en þegar komið er inní búðir eins og 17 og fl. þá er farið með bolina aðeins lengra, mjög sáttur með hvað Diesel er að gera með sína pólóboli.
Rétt eins og með Ray Ban sólgleraugun þá líður kannski sumum soltið gamaldags í þessu, en þannig er það bara ekki, þetta lúkk er það sem er að gera sig í dag, enda finnst mér það alveg geggjað.

Þannig að, til að draga þetta saman í eina línu, þá bara allir að skella sér útí búð og kaupa sér einhver töff sólgleraugu og góðan pólóbol við :)