Til að bregðast við minnkandi sölu, sem fyrirtækið telur að stafi einna helst af síaukinni ólöglegri fjölföldun á tónlist, hyggst plötufyrirtækið Skífan læsa geisladiskum sem það gefur út svo að ekki sé hægt að spila þá í tölvum og þá ekki hægt að afrita þá. Einnig hyggst Skífan lækka verð á nýjum og nýlegum geisladiskum um allt að 9%.

Í sameiginlegri tilkynningu aðstandenda Norðurljósa, sem eiga Skífuna, fulltrúa Samtaka flytjenda og hljómplötuframleiðenda og Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar kemur fram að þetta sé gert til að bregðast við síaukinni ólöglegri fjölföldun, en í tilkynningunni kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá alþjóðasamtökum hljómplötufyrirtækja sé einn diskur brenndur fyrir hvern disk sem seldur er.

Í tilkynningunni segir og að gengisþróun íslensku krónunnar síðustu vikur hafi veitt ákveðið svigrúm til verðlækkunar, en auk þess vilji fyrirtækið leggja sitt af mörkum til að sporna gegn verðbólgu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hyggjast aðrar íslenskar útgáfur hafa sama háttinn á og þannig verða útgáfur Smekkleysu varðar á sama hátt og einnig stefnir Edda útgáfa & miðlun að því að læsa sínum útgáfudiskum.

Meiga þeir gera þetta? ég vona ekki því að þetta sökkar þá getur maður ekki einu sinni hlustað á þetta í tölvuni=(

(tekið af mbl.is )<br><br>Don't take life to seriusly… You'll never get out of it alive anyway :)
Don't take life too seriously… You'll never get out of it alive anyway :)