Búinn að vera að hlusta á fréttir. Útvarpsfréttir. Og ég er svo, fucking, brjálað reiður.

Þekkið þið einhvern sem hefur dáið?

Já, auðvitað. Þið vitið hvernig þetta er. Fólk deyr og kemur aldrei aftur. Það er ömurlegt. Það er það ömurlegasta í heimi þegar einhver nákominn manni deyr. Örugglega fínt að deyja sjálfur, en að horfa á það er ömurlegt.

Og viti menn, þetta fjalla fréttir að miklu leyti um. Fólk að deyja. Fólk er að deyja. Okkur er alveg drullusama.

Bensínlítri kostar 200kr og við erum alveg apeshit. Fávitarnir á Alþingi blaðra og blaðra, virðast ekki geta gert neitt rétt og öll lánin sem við tókum hækka uppúr öllu valdi. Við erum alveg brjáluð vegna þess að við sjáum ekki fram á það að ná endum saman næstu mánaðarmót.

Í Jerúsalem situr lítil stúlka sem nær ekki höndum saman vegna þess að ÞAÐ ER BÚIÐ SPRENGJA ÞÆR AF HENNI! Útaf einhverri bókadruslu?!

Og þið eruð ekki að hjálpa. Þið fávitar sem styðjið kirkjuna í hverjum einasta mánuði, svo falleg hefð, höldum henni á lofti. Giftum okkur og skírum börnin okkar í nafni þessarar bókar. Sama bók og fólk notar síðan til þess að réttlæta stríð.

„Hey, ég má sko alveg sprengja húsið þitt Hr. Palestínumaður, það stendur í 3000 ára gamalli bók að ég eigi heima hérna!“

Það stendur líka í bók að það sé hægt að labba í gegnum vegg á lestarstöð í London og ferðast í ævintýralegan kastala þar sem eru kenndir galdrar, en það þýðir ekki að það sé satt!

Múslimar eru engu skárri. Kóraninn er ekkert nema þriðja testamentið. Við styðjum öll við bakið á þessu ógeði.


Í dagblaði í Úganda eru birtar myndir að hommum með fyrirsögninni „HENGJUM ÞÁ!“

Frábært… En afhverju? Útaf því það stendur í bók að einhver draugur á skýi fíli það ekki? Erum við í alvörunni svona ógeðsleg dýrategund?

En það er ekkert bara þessi bók. Fólk drepur hvort annað útaf peningum líka. Peningar og völd. Hvað er svona heillandi við völd? Ég get ekki betur séð en að öllum hundleiðist á Alþingi. Eru það bara peningarnir? Bjarni Ben getur að vísu notað völdin sem hann fær í næstu kosningum til þess að halda Engeyjarættinni á floti áfram. Sem er bara allt í lagi, hann er þó ekki að drepa fólk til þess. Við skulum vera ýkt reið útaf því.

Það voru kosningar í Hvíta Rússlandi rétt fyrir síðustu jól. Þar var einhver einræðisherra búinn að vera við völd í milljón ár og fékk síðan „tæp 80% atkvæða“ (bull). Einn þeirra sem bauð sig fram gegn honum var laminn í rot opinberlega, sprengjur og byssur og læti. Hann og einhverjir fleiri af þeim sem buðu sig fram hafa ekki sést í um mánuð núna. Þá er ég að meina fjölskyldur þeirra hafa ekki séð þá.

Já btw, KGB er ennþá starfandi í Hvíta Rússlandi.

Fjórir manns hafa dáið í mótmælum í Kaíró. Ég veit ekkert hverju þeir eru að mótmæla þar. En þeir voru bara drepnir. Fólk heldur áfram að mótmæla. Hetjur? Skiptir eiginlega ekki máli, okkur er alveg sama.

Okkur er svo drullusama…

Förum og berjum á potta vegna þess að lífið á Íslandi er svo erfitt.
Fávitar.


Ég geri þetta líka. Kvarta yfir því að það kosti þúsundkall í bíó. Ónei það er kreppa, ég á engan pening til að leika mér. Ég er hræsnari.

Ég verð að hætta að hlusta á fréttir. Fara aftur oní kanínuholuna mína. Loka augunum. Sé ekki þegar fólk deyr. Held fyrir eyrun. Heyri ekki þegar fólk er sprengt í klessu útaf einhverri bókadruslu. Held bara kjafti líka. Lifi níhílisminn.


[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=yQRS1Ryh9HU
indoubitably