Ég hef verið að pæla hvort það sé bara ég sem á svona trega foreldra eins og mínir eru…

Til dæmis þá vill mamma mín ekki leyfa mér að fá sjónvarp í herbergið mitt jafnvel þótt ég hafi boðist til að kaupa það sjálf fyrir minn pening síðan ég var 9 ára :S Hún vill heldur ekki leyfa mér að kaupa mér tölvu, hvorki borðtölvu né fartölvu!!! :S
Fyrsta borðtölvan sem kom á heimilið hjá mér kom fyrir sirka 4-5 mánuðum og hún er eitthvað apple drasl!!! En áður en hún kom þá var ekki til tölva á heimilinu í 13 ár!!! (Reyndar vorum við með einu sinni fartölvu sem reyndar fór í mask í bílslysi sem pabbi lenti í en hún entist ekki nema í 1 eða 2 ár)
Foreldrar mínir er fkn nískir!!!!
En það er ekki eina ástæðan fyrir því að mér finnst þau treg…
Hafiði lent í því að þið eruð kannski búin að vera einhversstaðar úti eða að gera eitthvað sem gerði ykkur ógeðslega þreytt og svo komiði heim, eruð ný sest í sófann fyrir framan sjónvarpið, með teppi, kodda, popp og gos eða eitthvað og þá gargar annað foreldrið “Komdu, og settu í uppþvottavélina” eða “Skórnir þínir eru í gangveginum!!!” eða “Opnaðu og slökktu á þurrkaranum!!!” eða “Farðu út að labba með hundinn!!”…
Ef þið hafið lent í því þá vitiði hvað það er pirrandi þegar maður öskrar til baka “eftir smá, ætla aðeins að hvíla mig” og foreldrið tekur það ekki sem svar og byrjar að nöldra um að maður eigi að drullast upp og gera það sem það bað mann um… ég lendi í þessu 25 sinnum á dag… BÓKSTAFLEGA!!! ENGAR ÝKJUR!!! ég fæ oftast ekki að vera í tölvunni nema í mestalagi 2 klst. og ef mamma gleymir að skamma mann og henda manni úr tölvunni þá verður hún brjáluð þegar 3 klst. eru liðnar frá því að maður kveikti á henni :S

Svo ég spyr ykkur…
…er það bara ég sem á svona trega foreldra??? :S
Kv. JamónKilleR …<3