Núna er ég að brjálast. Ég get ekki gert neitt án þess að mamma mín og pabbi viti það. Ég fékk td sent sms frá einhverjum gaur sem ég þekki ágætlega en foreldrar mínir ekki og þá kemur svaka umræða að ég sé kominn útí rugl og sé að hanga með fólki sem er óþjóðalýður og svo framvegis.
Annað sem fer virkilega í taugarnar á mér er að foreldrar mínir ryðjast stundum inn til mín bara til þess að gá hvað ég er að gera… HVAÐ KEMUR ÞAÐ ÞEIM VIÐ HVAÐ ÉG ER AÐ FUCKING GERA… fara stundum í símann minn þegar ég skil hann eftir og skoða smsin og recent calls og fleira… og spyrja mig hver einhver er ef þau þekkja hann ekki. Hringja stundum í mig þegar ég er úti og spyrja hvar ég er og ef ég er ekki þar sem ég sagðist ætla að fara þá er ég að ljúga að þeim og gera eitthvað af mér…

Mér finnst þetta gengið og langt og er að brjálast á þessu.

Hvað finnst ykkur ? /discuss

Bætt við 10. desember 2008 - 18:12
Hahahaha hef aldrei lent í því að vera með 72 ný skilaboð þegar ég logga mig inná huga. Ekkert búinn að fara í tölvuna í 2 daga x)

——-