Í september í fyrra lofaði ég sjálfum mér að snerta ekkert snakk, gos (fyrir utan kristal) og nammi. Kex borðaði ég heldur ekki um skeið. Meginmálið er hinsvegar um kók.

Ég var alltaf að drekka kók og sá ég alltaf eftir því hvernig ég fór með peningana sem ég vann mér inn fyrir, sem að, já, fóru í kók. Þess vegna ákvað ég að hætta öllu svona.. og mér tókst það, í eitt ár, þar til í kvöld ákvað ég að sannreyna eina tilgátu, sem er:

“Ég var alltaf að drekka kók og ákvað að hætta, ég var alveg að deyja fyrstu tvær vikurnar en svo varð þetta auðvelt, svo þegar ég smakkaði kók þremur mánuðum seinna þá fannst mér það ógeðslegt, bara sykurleðja, skildi eftir skán í munninum og mér leið illa.”

Mesta kjaftæði sem ég hef á ævinni heyrt.
Ég er ekki þröngsýnn, ég skil mætavel að þetta gæti virkað fyrir suma. NEI?!

Ertu ekki að grínast? Ef manni finnst eitthvað gott á einhverju tímabili (Ég er ekki að tala um svona phase þar sem að maður finnst gaman að skera sig, heldur eitthvað sem að fylgir manni alla ævi) þá er það að eilífu þannig! Þú getur ekki bara hætt að borða eitthvað gott, smakkað það aftur seinna og sagt að þér finnist það ógeðslegt, ef eitthvað, þá er það bara enn betra!

Ég sjálfur drakk þetta stöff ekki í ár, á meðan aðrir hætta í þrjá mánuði og fá sér aftur og segjast ekki getað drukkið þetta. Ég var fjórum sinnum lengur í bindindi en samt var þetta alveg jafn gott og þegar ég smakkaði þetta seinast.

Það er samt eitt við þetta, og það er að maður á erfiðara með að drekka, þetta er aaaalveg jafn gott, en það er eins og þetta taki bara meira pláss. Þannig að ef einhver er eins og ég en sagði annað: Ekki er hægt að líkja bragði við pláss í mallakút nema að þú sért algjör hálfviti og það vanti í þig nokkur skilningarvit.

Að lokum hef ég áskorun.
Fyrir þá sem vilja sannreyna þetta með mér jafnt sem gegn, skuluð hætta að drekka allt gos í u.þ.b tvo mánuði og þá fáiði ykkar svar, ég hef mitt nú þegar.

Og í alvöru, ef ég fæ einhver ömurleg, fáránlega asnaleg og heimskuleg svor eins og: “Já, nei takk. Getur bara verið einn um þetta, hálfviti.”

Eða: “AFHVERJU ÆTTI ÉG AÐ NENNA ÞVÍ?”


Því að eina svarið sem þið fáið er: “Afhverju í fjandanum ætti ég að gefa ykkur ástæðu til þess?”

Svo mun ég koma og skalla ykkur í bakið.

Eina ástæðan fyrir korknum er fyrir þá sem að hafa sagt þetta um að kók væri vont eftir ákveðinn tíma, ekki svo að þið getið komið með tilgangslausan þursaskap.
Samt sem áður er ykkur frjálst að tala ef þið hafið eitthvað til málanna að leggja.


Ég held að þráðurinn sé tilbúinn, þó það sé nokkuð líklegt að ég mun þurfa að bæta einhverju við.



Ertu ekki að grínast? Ef manni finnst eitthvað gott á einhverju tímabili (Ég er ekki að tala um svona phase þar sem að maður finnst gaman að skera sig, heldur eitthvað sem að fylgir manni alla ævi) þá er það að eilífu þannig! Þú getur ekki bara hætt að borða eitthvað gott, smakkað það aftur seinna og sagt að þér finnist það ógeðslegt, ef eitthvað, þá er það bara enn betra!


Þið getið líkt þessu við eins og að fara í runkbindindi, runka sér svo eftir mánuð og segja : “Ojj! Ég runkaði mér áðan og þúst bara oj og þúst þetta var ógeðslegt, ég meina, ég þúst fékk það sko og síðan bara oj.”


Heilvita maður svarar: Var að rúnka mér áðan.. djöfull var það ovsom.