Ok..fyrst fannst mér þessi snjór sniðugur..En núna er mér hætt að finnast þetta ástand sniðugt. Það bara hættir ekki að snjóa! Ég er þreytt á því að þurfa að moka upp bílinn minn í hvert sinn sem ég fer út. Og bílastæðið er fullt af snjó þannig að ég legg á gangstéttinni/götunni. Og ég er á svona frábærlega lágum bíl þannig að ég er geðveikt paranoid á því að festa mig, eins og snemma í gærmorgun. En ég pikkaði upp tvo gaura sem ýttu mér. Svekk að sjá aðra bíla keyra yfir snjóhrúguna sem ég festi mig á, eins og ekkert var.

Ég vissi að ég hefði ekki átt að skila pabba typpa-trukknum sem ég fékk lánaðan..

En hvernig finnst ykkur veturinn? Ef þið eruð á Akureyri, þá vitiði hvað ég er að tala um. 12 stiga frost og svona. Kannski maður ætti að fara út að leika sér í snjónum..En ég á ekki snjógalla.

Fréttablaðið í dag: “Nú er Hanukka hjá jeppaeigendum. Þeir keyra um bæinn með ”I told you so“svip og klappa jeppanum að lokinni bæjarferð eins og traustum hundi..”

Ég held að mig fari að fenna inni bráðum..

En hey. Það á að koma hláka eftir helgi. Oh joy..