Áður en strætó varð ókeypis þá stoppaði hann á 20 min fresti fyrir utan MH, og oft varð hann fullur af nemendum eftir skóla þó að maður þyrfti að borga.

En núna kemur hann á 30! mínútna fresti allan sólarhringinn (hjá MH) og hann er ókeypis ? Ég tók strætó kl. 15:15 (seinasti tíminn er ekki búinn fyrr en 15:25) heim í dag og hann var stútfullur af nemendum (held að sumum var ekki hleypt inn) og svo var maður að kafna úr reykingalykt, súrefnisleysi, rakspýralykt og svo var ekkert smá heitt.

Frekar vil ég borga í strætó en að þurfa standa í svona rugli! Halda þeir virkilega að það dugi að hafa einn strætó á 30 mín fresti hjá 1150 nemenda skóla ? Eru þeir heimskir ?

Og já þetta er strætó númer 13