Ef það er eitthvað sem ég hata þá eru það asnalegar þýðingar í kvikmyndum og þáttum. Og þá á ég við þegar einhver segir eitthvað og það er ekki þýddur helmingurinn af því sem hann segir eða orðin eru þýdd öðruvísi en þau eiga að vera. Hér eru nokkur dæmi:

-Þegar “Tík” er þýtt “Tæfa”
-Þegar “I love you” er þýtt “Mér þykir vænt um þig”
-Þegar einhver segir “Who the hell are you?” og það er þýtt “Hver í fjandanum ertu?” ATH textarar “hell” þýðir ekki “fjandinn”.
-Þegar asshole er þýtt auli.
-þegar “Shit” er þýtt “Fjárinn”.

Jæja, þetta er svona það helsta sem ég man í augnablikinu. Það eru alveg örugglega margir sammála þessu.