Nú hlakka ég gríðarlega til að fá loksins að sjá Metallica með berum augum þann 4. júlí í Egilshöll, en það er eitt sem um leið fær mig til að langa ekki í Egilshöllina þetta kvöld.

Mínus.

Ég veit ekki hvað þetta er með mig en ég bara hata allt sem hægt er að hata við þessa hljómsveit. Ég hata lögin, ég hata distortion-soundið í gítarnum, ég hata sönginn, ég hata textann, ég hata mennina, ég hata stælana, ég hata staðreyndina að þeir urðu ekki frægir fyrr en þeir ákváðu að mýkjast til að auka vinsældir, ég hata Mínus.

Jæja, þá er ég búinn að losna við þetta… eru einhverjir á sama máli? Eða algjörlega ósammála?

Zedlic<br><br><b><a href=“mailto:salvar@gmail.com”>salvar@gmail.com</a></