Afsakið að ég komi með annan kork um þetta mál, en mig langar að segja betur frá þessum fundi en gert var í hinum korkinum.


Hann var í alla staði mjög skemmtilegur og gagnlegur. Ég get lofað ykkur það, hugarar góðir að hugi mun eflaust batna að einhverju marki eftir þennan fund.

Þeir sem mættu:

Daywalker
Vilhelm
Sverrsi
Tannbursti
Hvurslags
DrEvil
hRannarM(sem allir héldu að væri SBS því hann vildi ekki gefa upp nafn sitt í fyrstu)
IngaAusa
Shelob

Það urðu nokkur vonbrigði að hvorki Vefstjóri né Ritstjóri(né nokkur yfirstjórnendanna) mættu. Mér finnst að þeir hefðu geta lagt mikilvæg orð í belg.

Það var fjallað um margt. Hvað okkur fyndist einkenna huga, hvað væri best við hann og að sama skapi verst, hvað mætti bæta, hvenær við færum helst á huga o.s.frv. Einnig var tekinn púlsinn á okkur hvað varðar sjónvarpsefni, útvarp, tísku og þar fram eftir götunum.

Mér fannst það áhugavert hvað IngaAusa og fleiri söknuðu myndarinnar minnar úr undirskriftinni. Ég geri það líka.

Vilhelm sagði frá nýju greina- og korkakerfi sem er á döfinni, og einnig kom það fram að nýtt myndakerfi væri á leiðinni. Mig minnir einnig að það eigi að leyfa BBcode í greinum?

Fundarstjórnendur spurðu hvort og þá hvernig hægt væri að gera huga öðruvísi fyrir notendur símans og fram kom sú tillaga að þeir gætu fengið ókeypis sms þegar þeir bæðu um að fá skilaboðin sín á huga í gegnum sms. En það mætti samt alls ekki gera huga eitthvað mikið frábreyttan og þægilegri fyrir notendur símans(samanber www.hugi.is/deluxe) heldur væri mikilvægt að allir væru jafnir og þetta væri öllum ókeypis.

Tannbursti kom með athugasemd varðandi forritun huga. Hann sagðist vita um leið til að hafa hann miklu einfaldari og fljótlegri í sniðum með því að forrita hann öðruvísi. Þarna hefði verið nauðsynlegt að hafa yfirstjórnendurna.

Ég kom m.a. með þá hugmynd að notendur huga gætu keypt sér bol með nafninu sínu, svona “Ég heiti: <i>hvurslags</i> á huga, hvað heitir þú?”

Í heildina var þetta mjög gagnlegur og áhugaverður fundur. Eitthvað sem nauðsynlegt væri að halda aftur(og þá með Vefstjórunum!)

Takk fyrir mig, ég nenni ekki að teygja lopann lengra.
<br><br><i><font color=“#808080”>&#8220;Haltu áfram að hlusta á Britney og fyrirgefðu að ég hafi truflað þig við að runka þér yfir einhverjum strákaböndum, þú hefur ekkert gott af alvöru tónlist.&#8221;</font></i>

<b>-zxcv um Heimi86-</b>



<a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.

<i>Hávamál</i></a